Stundin hefur undanfarna mánuði farið í gegnum mikið magn gagna og rætt við á fjórða tug einstaklinga í því skyni að fá gleggri mynd af veiðiferð frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS haustið 2020, þar sem 22 af 25 manna áhöfn smituðust og veiktust af COVID.
Sú skoðun sýnir að margir úr áhöfninni eiga enn langt í land með að jafna sig á afleiðingum veikindanna um borð og að almenn óánægja sé meðal skipverjanna um hvernig úr málinu hafi spilast, bæði hvað varðar dóm yfir skipstjóranum í málinu og svo þeirri staðreynd að svo virðist sem lagaleg ábyrgð forsvarsmanna útgerðar togarans hafi aldrei verið rannsökuð.
Framburðir framkvæmda- og útgerðarstjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hjá lögreglu, gefa til kynna að þeir hafi báðir átt dagleg samskipti við skipstjórann, fengið upplýsingar um veikindi og aðgerðir vegna þeirra um borð, og því mátt vera full meðvitaðir um ástand mannskapsins um borð, í þær þrjár vikur …
Athugasemdir