Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fjármál Ljósleiðarans falin fyrir fjármálastjóra Orkuveitunnar vegna stöðu eiginkonunnar

Að­gengi fjár­mála­stjóra Orku­veit­unn­ar var tak­mark­að þeg­ar eig­in­kona hans var kjör­in stjórn­ar­formað­ur Sýn­ar. Ljós­leið­ar­inn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, og Sýn starfa á sama mark­aði. Staða sem geng­ur ekki að mati Bjarna Bjarna­son­ar, for­stjóra Orku­veit­unn­ar.

Fjármál Ljósleiðarans falin fyrir fjármálastjóra Orkuveitunnar vegna stöðu eiginkonunnar
Ósammála Petrea segir að manninum sínum hafi verið gefnir afarkostir en Bjarni segir stöðuna einfaldlega ekki ganga upp.

Benedikt K. Magnússon, fjármálastjóri Orkuveitunnar, hefur ekki lengur aðgengi að fjárhagsupplýsingum tengdum Ljósleiðaranum, fyrirtækis í eigu Orkuveitunnar. Ástæðan er staða eiginkonu hans, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, sem stjórnarformanns Sýnar. Fyrr í kvöld upplýsti Petrea að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins á komandi hluthafafundi vegna þess að í „lok liðinnar viku setti forstjóri OR honum afarkosti vegna starfs síns, haldi ég áfram í stjórn.“

Í yfirlýsingu Petreu kom fram að Benedikt hefði verið gert ljóst að hann gæti ekki sinnt starfinu sem skyldi vegna mögulegrar ásýndar hagsmunaárekstra, sem myndi því leiða af sér brottvikningu hans úr starfi. 

Benedikt var ráðinn til Orkuveitunnar í mars á þessu ári. Í yfirlýsingu Petreu kom fram að hún hefði ekki haft neinn aðgang að upplýsingum um samstarfssamning sem gerður hefur verið á milli fyrirtækjanna tveggja eða öðrum málum sem varða Ljósleiðarann og Sýn. „Vandað hefur verið til …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár