Kjartan Ágúst Pálsson og Bjarki Birgisson hafa báðir tekist á við afleiðingarþess að hafa smitast og veikst af Covid um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS haustið 2020. Kjartan hefur lítið sem ekkert getað unnið og gekkst undir lungnaaðgerð. Bjarki reyndi að snúa aftur á sjóinn en eftir að hafa verið fluttur fárveikur í land með þyrlu var ljóst að á sjóinn færi hann sjálfsagt aldrei aftur.
Ofan í alvarleg líkamleg eftirköst glíma báðir við sálrænar afleiðingar þess sem gerðist. Kjartan segir það því hafa verið verulegt högg að sjá hvernig reynt er að gengisfella frásögn hans, á þeirri forsendu að hann hafi einhvern tímann sótt sér aðstoð við þunglyndi.
Kjartan Ágúst smitaðist af Covid á sjötta degi veiðiferðarinnar og veiktist mjög harkalega í kjölfarið. Hann var settur í einangrun um borð og eyddi þar næstu tveimur dögum mjög veikur, en …
Athugasemdir (1)