Samkeppniseftirlitið ætlar að ráðast í kortlagningu á eigna- og stjórnunartengslum í íslenskum sjávarútvegi. Athugunin er liður í heildarstefnumótun í sjávarútvegi sem unnið er að í matvælaráðuneytinu. Gerður hefur verið sérstakur samningur á milli ráðuneytisins og eftirlitsins til að fjármagna vinnu við þessa kortlagningu. Þetta kemur fram í tilkynningum á vefjum matvælaráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins.
Niðurstöður úr þessari athugun eiga að liggja fyrir í lok næsta árs. Þær eiga svo að nýtast fleirum en Samkeppniseftirlitinu og er sérstaklega vísað til Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands í því samhengi, í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir að kortlagning eigi að nýtast við þekkingaruppbyggingu og við beitingu lagafyrirmæla á viðkomandi sviði. Samhliða athuguninni á að efla samstarf þessara stofnanna.
„Í því felst að umgjörð um eftirlit með stjórnunar- og eignatengslum í íslensku atvinnulífi verði styrkt, rutt verði úr vegi mögulegum hindrunum í samstarfi hlutaðeigandi stofnana og skilvirkni í stjórnsýslu …
Athugasemdir (2)