Rússneski sendiherrann var kallaður á fund í íslenska utanríkisráðuneytinu í dag vegna innlimunar Rússa á héruðum í austurhluta Úkraínu. Þar fékk sendiherrann að heyra að íslensk stjórnvöld fordæmi harðlega tilraunir til að innlima landsvæði í Úkraínu og gervi atkvæðagreiðsluna sem fram hafi farið í algjörri andstöðu við alþjóðalög.
Þetta kemur fram á Twitter-síðu þar sem utanríkisráðuneytið birtir tilkynningar á ensku. Ekki hefur neitt birst frá ráðuneytinu um málið á íslensku. Þá liggur ekki fyrir hvort það hafi verið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sjálf sem átti í orðaskiptum við rússneska sendiherrann.
Þrír dagar eru síðan Vladimír Pútín, …
Athugasemdir (1)