Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ásmundur býður Laugalandsfólki til viðtals

Þeim sem vist­að­ir voru á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi hef­ur ver­ið sent boð um að þiggja fund í mennta- og barna­mála­ráðu­neyti Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar. Til­efn­ið er að ræða skýrslu um rekst­ur heim­il­is­ins og þær vænt­ing­ar sem fólk hef­ur til að­gerða í fram­hald­inu.

Ásmundur býður Laugalandsfólki til viðtals
Áframhaldið ræðst af fundunum Hvernig unnið verður áfram með niðurstöður skýrslu um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi mun að verulegu leiti ráðast af því hvað kemur fram á fundum með fyrrverandi vistmönnum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Öllum þeim sem vistaðir voru á meðferðarheimilinu í Varpholti og á Laugalandi býðst að bóka fund hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þar gefst þeim tækifæri til að ræða niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar um starfsemi meðferðarheimilisins. Niðurstaða skýrslunnar var sú að börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beitt andlegu ofbeldi á kerfisbundinn hátt.

Nokkur óvissa hefur ríkt um það hvaða ráðuneyti myndi taka skýrsluna til áframhaldandi umfjöllunar þar sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, sem falið var að gera könnun á starfsemi heimilisins á árabilinu 1997 til 2007, heyrir undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Barnaverndarmál heyra hins vegar undir mennta- og barnamálaráðuneyti þar sem Ásmundur Einar Daðason situr á stóli ráðherra. Ásmundur hafði forgöngu um það á síðasta ári að starfsemi heimilisins yrði rannsökuð þegar hann sat sem félags- og barnamálaráðherra. Er niðurstaðan nú sú að hans ráðuneyti muni taka við framhaldi málsins.

Í gærmorgun sendi Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, fyrir hönd ráðuneytisins, þeim einstaklingum sem vistaðir voru á meðferðarheimilinu tölvupóst þar sem þeim var boðið að bóka fund í ráðuneytinu til að ræða niðurstöður skýrslunnar og þær aðgerðir sem ráðuneytið hefði unnið í kjölfar hennar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er þó enn ekki vitað til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfar skýrslunnar, hvort fólkinu sem vistað var þar verði boðnar fébætur eða aðrar skaðabætur til að mynda. Það muni helgast af því sem fram komi á umræddum fundum með fólkinu sem um ræðir, hverjar þeirra áherslur og vilji verði.

Samkvæmt sömu upplýsingum úr ráðuneytinu mun Ásmundur sjálfur hugsanlega funda með einhverjum fyrrum vistbarna en fleiri starfsmenn ráðuneytisins muni sitja fundina.

Í samtölum Stundarinnar við fjölda kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefur komið fram hörð gagnrýni á það sambandsleysi sem þeim hefur þótt einkenna málið allt, bæði á meðan á vinnslu skýrslunnar stóð en eins eftir að hún var gerð opinber fyrir hálfum mánuði síðan. Þær hafa sagst vera bæði undrandi og ósáttar með að ekki hafi komið fram skýr svör um hver afdrif skýrslunnar eigi að verða, til hvaða aðgerða eigi að grípa til að ofbeldi sem þetta geti ekki endurtekið sig og hvernig eigi að koma til móts við þeirra skaða. Fjöldi þeirra hefur jafnframt lýst því að þeim þyki lágmarkskrafa að hið opinbera tryggi þeim faglega aðstoð til að vinna úr sálrænum vanda vegna vistunarinnar á heimilinu. Til þessa hafi þeim ekki boðist neitt slíkt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár