Stjórn Símans vill að fyrirtækið greiði eigendum sínum út 31,5 milljarð króna á næstunni. Boðað verður til hluthafafundar í fyrirtækinu 26. október næstkomandi þar sem þessi tillaga stjórnarinnar verður til umfjöllunar.
Tilefnið er greiðsla sem Símanum hefur borist vegna sölunnar á innviðafyrirtækinu Mílíu sem selt var 15. september síðastliðinn til franska sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian France. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til kauphallarinnar.
Ardian greiddi 32,7 milljarða króna í reiðufé auk 17,5 milljarða króna skuldabréfs til þriggja ára, sem ber 4 prósent vexti. Símanum er heimilt að framselja skuldabréfið og leysa þannig til sín andvirði þess fyrr en annars. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að það gæti gerst.
„Jafnframt er til skoðunar sala á framangreindu skuldabréfi eða eftir atvikum útgreiðsla þess til hluthafa en gera má ráð fyrir að tillaga þess efnis verði tekin fyrir …
Athugasemdir