Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran

Kon­ur hafa sést brenna slæð­ur í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn Ír­an sem stað­ið hafa yf­ir frá því að bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna lést í varð­haldi lög­reglu. Bú­ið er að loka fyr­ir að­gang að in­ter­net­inu að mestu til að reyna að tor­velda skipu­lag mót­mæl­anna. Frétta­skýrend­ur segja klerka­stjórn­ina ótt­ast að kven­rétt­inda­bar­átt­an geti haft dómínó-áhrif um allt sam­fé­lag­ið.

Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran

Mahsa Amini var aðeins 22 ára gömul þegar hún var handtekin á dögunum fyrir þann glæp að bera ekki slæðu yfir hárinu. Konur í Íran þurfa ekki að bera andlitsslæðu en á almannafæri og opinberum stöðum er þeim skylt að hylja hár sitt að mestu. Lögreglan ber því við að hún hafi fallið í yfirlið eftir hjartaáfall og fengið höfuðhögg þegar hún féll í gólfið en réttarmeinafræðingar segja allt benda til þess að hún hafi sætt harkalegu ofbeldi í nokkurn tíma áður en hún lést. Röntgenmyndum af áverkum hennar var lekið á netið af einhverjum á spítalanum þar sem Amini var úrskurðuð látin. Óháðir læknar og sérfræðingar segja myndirnar sýna að blætt hafi inn á heila eftir mikla áverka. Það er eitt og sér merkilegt og nýtt form mótmæla í landinu, að læknar og hjúkrunarfólk leki slíkum gögnum sem sýna ofbeldi yfirvalda. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir það geta bent …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár