Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran

Kon­ur hafa sést brenna slæð­ur í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn Ír­an sem stað­ið hafa yf­ir frá því að bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna lést í varð­haldi lög­reglu. Bú­ið er að loka fyr­ir að­gang að in­ter­net­inu að mestu til að reyna að tor­velda skipu­lag mót­mæl­anna. Frétta­skýrend­ur segja klerka­stjórn­ina ótt­ast að kven­rétt­inda­bar­átt­an geti haft dómínó-áhrif um allt sam­fé­lag­ið.

Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran

Mahsa Amini var aðeins 22 ára gömul þegar hún var handtekin á dögunum fyrir þann glæp að bera ekki slæðu yfir hárinu. Konur í Íran þurfa ekki að bera andlitsslæðu en á almannafæri og opinberum stöðum er þeim skylt að hylja hár sitt að mestu. Lögreglan ber því við að hún hafi fallið í yfirlið eftir hjartaáfall og fengið höfuðhögg þegar hún féll í gólfið en réttarmeinafræðingar segja allt benda til þess að hún hafi sætt harkalegu ofbeldi í nokkurn tíma áður en hún lést. Röntgenmyndum af áverkum hennar var lekið á netið af einhverjum á spítalanum þar sem Amini var úrskurðuð látin. Óháðir læknar og sérfræðingar segja myndirnar sýna að blætt hafi inn á heila eftir mikla áverka. Það er eitt og sér merkilegt og nýtt form mótmæla í landinu, að læknar og hjúkrunarfólk leki slíkum gögnum sem sýna ofbeldi yfirvalda. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir það geta bent …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár