Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja gefa fólki skattaafslátt vegna kaupa á heimilishjálp fyrir allt að 1,8 milljónir króna á ári. „Þarna er verið að létta undir með þriðju vaktinni, má segja,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Það er gert auðveldara fyrir fólk, eins og ömmur og afa eða einhverja sem vilja, að vera í hlutastarfi. Þá er kominn einhver markaður fyrir þau og þau geta farið inn á þennan markað og fengið aukið hlutverk.“
Má ég þá borga mömmu minni til að passa börnin mín og fá skattaafslátt á móti? „Ég held að þetta hjálpi miklu frekar þeim fjölskyldum sem hafa ekki ömmu og afa,“ segir hann. „Og þetta eru ekki bara þrif heldur getur þetta þess vegna að hjálpa börnum að læra eða sækja börnin. Ef þú býrð til eitthvað umhverfi fyrir þetta þá getur þetta létt undir með ungum fjölskyldum sem eru kannski með …
Athugasemdir (4)