Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vilja skattaafslátt handa þeim sem kaupa heimilisaðstoð

Fimm þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks vilja gefa skattafslátt vegna kaupa á heim­ilis­að­stoð fyr­ir allt að 1,8 millj­ón­ir króna á ári. „Þarna er ver­ið að létta und­ir með þriðju vakt­inni“ seg­ir fyrsti flutn­ings­mað­ur frum­varps­ins.

Vilja skattaafslátt handa þeim sem kaupa heimilisaðstoð
Fyrir heimilin Vilhjálmur segir að hugmyndin sé fyrst og fremst að styðja við þá sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í nálægð við sig.

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja gefa fólki skattaafslátt vegna kaupa á heimilishjálp fyrir allt að 1,8 milljónir króna á ári. „Þarna er verið að létta undir með þriðju vaktinni, má segja,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Það er gert auðveldara fyrir fólk, eins og ömmur og afa eða einhverja sem vilja, að vera í hlutastarfi. Þá er kominn einhver markaður fyrir þau og þau geta farið inn á þennan markað og fengið aukið hlutverk.“ 

Má ég þá borga mömmu minni til að passa börnin mín og fá skattaafslátt á móti? „Ég held að þetta hjálpi miklu frekar þeim fjölskyldum sem hafa ekki ömmu og afa,“ segir hann. „Og þetta eru ekki bara þrif heldur getur þetta þess vegna að hjálpa börnum að læra eða sækja börnin. Ef þú býrð til eitthvað umhverfi fyrir þetta þá getur þetta létt undir með ungum fjölskyldum sem eru kannski með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það þekkist hvergi nema hér í bananalýðveldinu að veittur sé skattaafsláttur eða jafnvel niðurfelling skatta. Margir meira þurfandi gætu þegið afslátt, t.d. þeir sem eiga varla fyrir mat í lok mánaðarins. Hugulsemi Vilhjálms virðist eingöngu vera hjá vel stæðu fólki.
    10
    • MÖG
      Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
      Við fá þrif á gólfum tvisvar í mánuðu og það er mikil blessun fyrir bakveika öldunga.
      2
  • Einar Már Gunnarsson skrifaði
    Hverjir kaupa svona aðstoð, jú þeir ríku. Sjallar samir við sig.
    10
    • Þorbjörg Skagfjörð skrifaði
      nei þeir sem þurfa þess og geta ekki gert þetta sjálfir, ég er t.d. 65 ára öryrki vegna mikillar gigtar í baki sem þrýsta á mænuna og þess vegna er ég því sem næst rúmföst, einnig er ég með langvinna lungnateppu og þess vegna er ég oft mikið veik og ég hef oft þurft að fá aðstoð við þrif
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár