Verðbólgan og vextir lánastofnana eru nú háir í sögulegu samhengi á Íslandi eftir að landið gekk í gegnum lágvaxtaskeið með lítilli verðbólgu allt frá árinu 2012. Verðbólga á Íslandi mælist nú 9,7 en fór hæst í 9,9 prósent í sumar. Til að finna hærri verðbólgu hér á landi þarf að fara aftur til ársins 2009, þegar hún var 12 prósent í kjölfar bankahrunsins á Íslandi árið 2008.
Vegna þess að verðbólgan er svo mikil hefur Seðlabanki Íslands þurft að hækka stýrivexti skarpt á síðastliðnu ári. Bankinn hefur hækkað vextina átta sinnum í röð og eru stýrivextirnir nú 5,5 prósent. Seðlabankinn hefur gefið í skyn að til standi að hækka vextina enn frekar en næsta vaxtaákvörðun bankans er 5. október næstkomandi.
„Þetta leitar allt í jafnvægi í lánakjörum.”
Í slíku ástandi þar sem einstaklingar og heimili eiga í auknum erfiðleikum með að ráða við greiðslubyrði húsnæðislána …
Þau hafa samt ekki getað stillt sig um að vera með villandi fyrirsögn. Hvernig verður lokaniðurstaðan "ekki hrópandi munur á heildarkostnaði við verðtryggð og óverðtryggð lán í stöðugu árferði" að "10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði"?