Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.

Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu

Í Berg Contemporary á Klapparstíg 16 stendur yfir sýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Líking. Þegar Hillbilly gekk inní galleríið tók á móti henni fjórar fagurbláar myndir sem báru skýr merki listakonunnar, útskornar setningar á bláum fleti. Gulur bjarmi leiddi Hillbilly áfram inní næsta rými þar sem stóð stórum gulum stöfum Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu yfir þrjá veggi og svarthvítar ljósmyndir með vínbleikum textum hengdar upp á handahófskenndan máta, eða svo virðist Hillbilly. Í næsta rými eru litlar svartar myndir hinsvegar hengdar afar reglulega upp með litríkri línu þvert á og texti á öllum veggjum sem faðma þrjá áhugaverða skúlptúra.

Hillbilly gefur listfræðingnum Oddu Júlíu Vigfúsdóttur orðið, en hún túlkar sýninguna með næmni og með fylgja myndir eftir Vigfús Birgisson.

Fjólublá: Líking

Einu sinni heyrði ég að fjólublár væri ekki til. Vegna þess að fjólublár hefur enga tíðni, hann verður aðeins til í hugum okkar, í bilinu á milli þess sem hefur þýðanlega tíðni fyrir skynfærin. Mér varð þetta hugleikið þegar ég heimsótti sýninguna Líking sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir er með um þessar mundir í BERG Contemporary að Klapparstíg 16. Segja má að í gegnum þá sýningu leiki fjólublár þráður.

Líking er lokahluti þríleiks sýninga sem hófst á Listasafninu á Akureyri árið 2020 með sýningunni Meira en þúsund orð, hélt svo áfram 2021 með sýningunni Fífulogar á Kaffi Mokka og líkur nú hér í BERG Contemporary. Allar höfðu sýningarnar sinn þema lit og er fjólublár veiðeigandi einkenni þeirrar síðustu, þar sem að bil og eyður leika stórt hlutverk sem vettvangur fyrir listina til að kanna, nálgast og tengja nýja möguleika. 

Sýningin er innsetning ljósmynda, texta og skúlptúra þar sem að listamaðurinn veltir fyrir sér mótun og merkingu tungumálsins sem og tilgangi listarinnar.

Á veggjunum hanga ljósmyndir sem á hafa verið rituð íslensk orð í fjólubláum lit. Myndirnar eru kunnuglegar, maður gæti haldið að þær séu teknar á Íslandi og mér finnst ég jafnvel kannast við umhverfið. Raunin er hins vegar sú að myndirnar koma alls ekki frá Íslandi, þetta eru fundnar myndir úr bókum sem listakonan hefur stækkað og tekið úr sínu upprunalega samhengi. Ef til vill voru það fjólubláu orðin sem leiða til mín þennan kunnugleika. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera bæði mótuð af og lýsandi fyrir íslenska sögu. Sum eru mér töm en önnur ekki. Flest eru þetta orð yfir það að komast af með naumindum: skrimta, bláskar, nara, lafa, tóra.

Áhugaverð tenging myndast á milli myndanna og þessara orða, þau sýna og minna á hvernig íslenskan er mótuð af náttúrunni og samvist okkar við hana í gegnum tíðina en einnig hvernig við höfum horfið frá henni og tungumálinu á sama tíma. Orðin finnst mér tilheyra bili í hugarbúinu sem er mitt á milli þess sem ég þekki og mig rámar í. Ég þekki tilfinninguna sem fylgir.  

Hvað er óþýðanlegt?

Orðin „ALLT HEFUR MERKINGU, EKKERT HEFUR ÞÝÐINGU“ hafa verið skrifuð stórum gulum stöfum á áberandi stað í sýningunni og veita manni ákveðinn lykil að henni.

Hvað er óþýðanlegt? er spurning sem skýtur samstundis upp kollinum og fær mig til að taka annan hring, líta aftur á verkin.

Ég tek eftir því að orðin sem listamaðurinn notar eru hlaðin tilfinningum og sögu sem ekki væri svo auðið að þýða. En myndirnar, hvernig þýðir maður mynd?

Við getum fjallað um myndir og þær tilfinningar og upplifanir sem þær kunna að kalla á, þó eiga þær sér enga eiginlega hliðstæðu eða þýðingu. Bæði myndir og mál skapa nýjar víddir innan veraldarinnar, fullar af táknum sem vísa út fyrir þær sjálfar. Jóna Hlíf virkjar bilið á milli þessara vídda, hún skeytir þeim saman til þess að opna fyrir nýja veruleika og möguleika sem líkt og fjólublár, brúa bilið á milli tveggja ólíkra upplifana. Með þessu beinir hún athyglinni að áferð orðanna, þeim hluta tungumálsins og mótunar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynjunar og hugsunar. 

Merkingin og fegurðin

Í öðru rými innan af þessu mætast einnig þessir tveir eiginleikar tungumálsins, merkingin og fegurðin. Í miðjunni hefur þremur skúlptúrum verið stillt upp og á öllum veggjunum í kring, frá öðrum dyrakarminum í hinn, er fullkomin lína. Setning um setningagerð og eiginleika málkerfisins sem einnig er táknað með hinni fullkomnu línu á ferhyrndum bútum regnboga pappírs. Skúlptúrarnir í miðjunni eru stöplar sem á eru kristall, mold, melgresi og steinn. Ef til vill mætti líta á þessi verk sem enn eitt bilið í sýningunni, þar sem að hugsuninni er gefin hvíld og skynjunin fær að njóta. Jafnvel væri hægt að líta á þau sem táknræn fyrir þá óræðu fegurð sem á sér stað í bili og er kjarni tungumálsins. 

Bil leika stórt hlutverk í sýningunni sem vettvangur sköpunar, listar og nýrra möguleika. Sýningin er full af allskonar fróðleik, þekkingu, fegurð og kímni. Hún er eins og setning, gestum er boðið að koma sér fyrir í bilum á mismunandi stöðum innan hennar til þess að uppgötva innihald hennar og uppbyggingu innan frá. Fjólublái liturinn býr til tímabundnar brýr á milli ólíkra táknheima og leyfir manni að staldra við, hugsa, njóta og uppgötva.


Sýning Jónu Hlífar, Líking, í Berg Contemporary stendur til 1. október.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár