Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sérsveitin við störf í Mosfellsbæ

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra að­stoð­ar lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í að­gerð­um sem standa yf­ir í iðn­að­ar­hverfi í Mos­fells­bæ. Lög­regl­an stað­fest­ir að­gerð­ir en tjá­ir sig ekki um þær að öðru leyti. Fyrr í dag hand­tók sér­sveit­in mann í Kópa­vogi.

Sérsveitin við störf í Mosfellsbæ
Við störf Sérsveit ríkislögreglustjóra er við störf í Mosfellsbæ. Myndin er úr safni. Mynd: Pressphotos.biz

Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðum sem eru yfirstandandi í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Þetta staðfestir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. 

Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar beinast aðgerðir lögreglu að tilteknu iðnaðarbili í stóru húsi sem er á svæðinu og sagði sjónarvottur að verið væri að leita að einstaklingi. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu en þaðan fengust engar upplýsingar um eðli eða tilgang aðgerðanna. 

Aðgerðirnar hófust í Mosfellsbæ klukkan 13, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar. Fækkað hefur í lögregluliði á svæðinu síðan þá en enn eru þar lögreglumenn að störfum. 

Fyrr í dag greindi Fréttablaðið frá því að sérsveitin hefði handtekið mann við Holtasmára í Kópavogi. 

Á sjötta tímanum barst tilkynng frá ríkislögreglustjóra þar sem fram kom að alls hafi fjórir verið handteknir í aðgerðum dagsins, sem hafi verið liður í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. Nánar má lesa um það hér

Uppfært klukkan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Lögreglan verðu að fara að gera þessi venjulegu leppalúða fé lög úr hruninu upptæk skítalykt af þessu. Alltaf að verða hættulegri og hættulegri þessir bjánar.
    0
    • Örn Ægir Reynisson skrifaði
      Er ekki frekar óvenjulegt að fá ekki gæsluvarðhald yfir mönnunum öllum
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár