Haustið 2019 var Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, vísað frá af bar á Hernámssetrinu í Hvalfirði. Safnið gengur undir nafninu Stríð og friður. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá var að konu sem starfaði á barnum leið illa að hafa hann þar sem gest. Jón Baldvin hafði áður komið á barinn og viðhaft samskipti við umrædda konu sem ollu henni vanlíðan. Konan var á fertugsaldri þegar atburðurinn átti sér stað. Þegar Jón Baldvin kom aftur á barinn í sama félagsskap og í fyrra skiptið ákvað hópurinn sem skipulagði viðburðinn, eftir að hafa verið greint frá því hvað átti sér stað í fyrri heimsókninni, að óheppilegt væri að Jón Baldvin væri á sama stað og konan. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Staðarhaldari Hernámssetursins er Guðjón Sigmundsson, sem landsþekktur er sem Gaui litli. Guðjón vildi ekki ræða opinberlega um málið þegar eftir því var leitað.
„Hann var svo bara …
Hann þurfti að skríða í gegnum fortjaldið og þá meina ég skríða, til að komast inn.
Ég vakna við hann þar sem hann segir " veistu ekki að það getur verið hættulegt fyrir ungar konur að liggja einar í tjaldi "
Mér brá að sjálfsögðu hressilega en þar sem mér liggur hátt rómur þá öskraði ég á hann aftur og aftur að drulla sér út þar til hann hrökklaðist, aftur skríðandi, úr úr tjaldinu.
Þá var þessi skríðandi kall "virðulegur" sendiherra í Finnlandi.
Ætli það sé ekki best að taka það fram að ég þekki dóttur hans ekki neitt og heldur var mér ekki meint af en það sló mig örlítið að sjá að þetta hefur hann stundað að leita uppi sofandi konur og setjast/leggjast uppí.