Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

952. spurningaþraut: Hvað er karl að gera?

952. spurningaþraut: Hvað er karl að gera?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir stúlkan á myndinni?

***

Aðalspurning:

1.  Hvað nefndust herskip víkinga?

2.  En flutningaskip þeirra?

3.  Hvaða þjóð notaðist hins vegar við svokallaða „konubáta“?

4.  Hversu margir leikmenn spila hverju sinni í hvoru liði í handboltaleik — að meðtöldum markverði vitaskuld?

5.  Árið 2017 fékk nýkjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fínustu orðu Dana, en hana fá eingöngu vinveittir þjóðhöfðingjar og allra fínasta kóngaslektið. Bæði Vigdís og Ólafur Ragnar fengu líka orðuna sem aðeins um 60 manns bera nú. Orðan er af einhverjum ástæðum kennd við dýr sem aldrei hefur búið í Danmörku — nema í dýragörðum í seinni tíð — þótt skyld dýr loðin hafi kannski þrammað þar um á ísaldartímum. Hvaða dýr eru þetta?

6.  Ég var bara eins og gengur ástfanginn og saklaus drengur, er þú gafst mér undir fótinn. En hvar fórum við á stefnumótin? 

7.  Hvaða heimsfrægi tónlistarmaður sendi frá sér plötuna Desire árið 1976 og svo tveim árum seinna Street-Legal?

8.  Á íslensku og fleiri málum eru fjögur höf eða hafsvæði nefnd eftir litum. Nefnið þau öll!

9.  Aðeins í einni Íslendingasögu nefnir höfundur sjálfan sig — þótt hann þá tali reyndar um sjálfan sig í fleirtölu — „vér“ en ekki „ég“. Hvaða sögu er hér um að ræða? — Hér er lárviðarstig í boði ef þið munið svona því sem næst þá setningu sem hér er um að ræða.

10.  Í hvaða borg eru hverfi sem heita m.a. Charlottenburg, Pankow, Neukölln, Kreuzberg ...?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er karlinn að gera?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Langskip.

2.  Knerrir, eintala knörr.

3.  Inúítar á Grænlandi.

4.  Sjö.

5.  Fílar.

6.  Fyrir sunnan Fríkirkjuna. Hér er vitnað til kvæðisins Fyrir átta árum eftir Tómas Guðmundsson.

7.  Bob Dylan.

8.  Svarta hafið, Hvíta hafið, Rauða hafið, Gula hafið.

9.  Þetta er í Njálu. Lokasetning hennar er svona: „Og lúkum vér þar Brennu-Njáls sögu.“ Hana þurfiði að hafa svona nánast stafrétta til að fá lárviðarstig en þó kannski ekki alveg.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jodie Foster.

Á neðri myndinni er karlinn að stýra fallöxi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár