952. spurningaþraut: Hvað er karl að gera?

952. spurningaþraut: Hvað er karl að gera?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir stúlkan á myndinni?

***

Aðalspurning:

1.  Hvað nefndust herskip víkinga?

2.  En flutningaskip þeirra?

3.  Hvaða þjóð notaðist hins vegar við svokallaða „konubáta“?

4.  Hversu margir leikmenn spila hverju sinni í hvoru liði í handboltaleik — að meðtöldum markverði vitaskuld?

5.  Árið 2017 fékk nýkjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fínustu orðu Dana, en hana fá eingöngu vinveittir þjóðhöfðingjar og allra fínasta kóngaslektið. Bæði Vigdís og Ólafur Ragnar fengu líka orðuna sem aðeins um 60 manns bera nú. Orðan er af einhverjum ástæðum kennd við dýr sem aldrei hefur búið í Danmörku — nema í dýragörðum í seinni tíð — þótt skyld dýr loðin hafi kannski þrammað þar um á ísaldartímum. Hvaða dýr eru þetta?

6.  Ég var bara eins og gengur ástfanginn og saklaus drengur, er þú gafst mér undir fótinn. En hvar fórum við á stefnumótin? 

7.  Hvaða heimsfrægi tónlistarmaður sendi frá sér plötuna Desire árið 1976 og svo tveim árum seinna Street-Legal?

8.  Á íslensku og fleiri málum eru fjögur höf eða hafsvæði nefnd eftir litum. Nefnið þau öll!

9.  Aðeins í einni Íslendingasögu nefnir höfundur sjálfan sig — þótt hann þá tali reyndar um sjálfan sig í fleirtölu — „vér“ en ekki „ég“. Hvaða sögu er hér um að ræða? — Hér er lárviðarstig í boði ef þið munið svona því sem næst þá setningu sem hér er um að ræða.

10.  Í hvaða borg eru hverfi sem heita m.a. Charlottenburg, Pankow, Neukölln, Kreuzberg ...?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er karlinn að gera?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Langskip.

2.  Knerrir, eintala knörr.

3.  Inúítar á Grænlandi.

4.  Sjö.

5.  Fílar.

6.  Fyrir sunnan Fríkirkjuna. Hér er vitnað til kvæðisins Fyrir átta árum eftir Tómas Guðmundsson.

7.  Bob Dylan.

8.  Svarta hafið, Hvíta hafið, Rauða hafið, Gula hafið.

9.  Þetta er í Njálu. Lokasetning hennar er svona: „Og lúkum vér þar Brennu-Njáls sögu.“ Hana þurfiði að hafa svona nánast stafrétta til að fá lárviðarstig en þó kannski ekki alveg.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jodie Foster.

Á neðri myndinni er karlinn að stýra fallöxi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár