Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

952. spurningaþraut: Hvað er karl að gera?

952. spurningaþraut: Hvað er karl að gera?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir stúlkan á myndinni?

***

Aðalspurning:

1.  Hvað nefndust herskip víkinga?

2.  En flutningaskip þeirra?

3.  Hvaða þjóð notaðist hins vegar við svokallaða „konubáta“?

4.  Hversu margir leikmenn spila hverju sinni í hvoru liði í handboltaleik — að meðtöldum markverði vitaskuld?

5.  Árið 2017 fékk nýkjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fínustu orðu Dana, en hana fá eingöngu vinveittir þjóðhöfðingjar og allra fínasta kóngaslektið. Bæði Vigdís og Ólafur Ragnar fengu líka orðuna sem aðeins um 60 manns bera nú. Orðan er af einhverjum ástæðum kennd við dýr sem aldrei hefur búið í Danmörku — nema í dýragörðum í seinni tíð — þótt skyld dýr loðin hafi kannski þrammað þar um á ísaldartímum. Hvaða dýr eru þetta?

6.  Ég var bara eins og gengur ástfanginn og saklaus drengur, er þú gafst mér undir fótinn. En hvar fórum við á stefnumótin? 

7.  Hvaða heimsfrægi tónlistarmaður sendi frá sér plötuna Desire árið 1976 og svo tveim árum seinna Street-Legal?

8.  Á íslensku og fleiri málum eru fjögur höf eða hafsvæði nefnd eftir litum. Nefnið þau öll!

9.  Aðeins í einni Íslendingasögu nefnir höfundur sjálfan sig — þótt hann þá tali reyndar um sjálfan sig í fleirtölu — „vér“ en ekki „ég“. Hvaða sögu er hér um að ræða? — Hér er lárviðarstig í boði ef þið munið svona því sem næst þá setningu sem hér er um að ræða.

10.  Í hvaða borg eru hverfi sem heita m.a. Charlottenburg, Pankow, Neukölln, Kreuzberg ...?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er karlinn að gera?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Langskip.

2.  Knerrir, eintala knörr.

3.  Inúítar á Grænlandi.

4.  Sjö.

5.  Fílar.

6.  Fyrir sunnan Fríkirkjuna. Hér er vitnað til kvæðisins Fyrir átta árum eftir Tómas Guðmundsson.

7.  Bob Dylan.

8.  Svarta hafið, Hvíta hafið, Rauða hafið, Gula hafið.

9.  Þetta er í Njálu. Lokasetning hennar er svona: „Og lúkum vér þar Brennu-Njáls sögu.“ Hana þurfiði að hafa svona nánast stafrétta til að fá lárviðarstig en þó kannski ekki alveg.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jodie Foster.

Á neðri myndinni er karlinn að stýra fallöxi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár