Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

949. spurningaþraut: GCD og 650 þúsund jeppar

949. spurningaþraut: GCD og 650 þúsund jeppar

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fuglar synda hér?

***

Aðalspurningar:

1.  Rúnar Júlíusson fékkst við margt um ævina og var í mörgun hljómsveitum. Þar á meðal mynduðu hann og annar músíkant dúetinn GCD. Hver var hinn músíkantinn?

2.  Á heimsstyrjaldarárunum síðari voru framleiddir í Bandaríkjunum 650.000 jeppar („jeep“) af ákveðinni gerð. Hvað hét fyrirtækið sem þróaði jeppana, framleiddi þá og þeir voru kenndir við?

3.  Hvar á Vestfjörðunum er Skrímslasetrið?

4.  Hvað hét málarinn Picasso að skírnarnafni?

5.  Frá hvaða landi kom Óskarsverðlaunamyndin Parasite?

6.  Í hvaða Íslendingasögu kemur Illugi Ásmundsson við sögu?

7.  Valletta heitir höfuðborg í eyríki einu í Evrópu. Hvað nefnist ríkið?

8.  En hvaða landi er höfuðborgin Ríad?

9.  Í íslenskum þjóðsögum er stundum getið um sækýr, sem komu úr sjónum en voru alveg eins og venjulegar kýr nema ... hvað? Hér má nefna tvennt en annað dugar til stigs.

10.  Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í einum stærsta landsins, það er að segja ... hvaða bæ?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá yfirlitsmynd af Google Earth af einni kunnri hafnarborg í Evrópu. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bubbi Morthens.

2.  Willys.

3.  Bíldudal.

4.  Pablo.

5.  Suður-Kóreu.

6.  Grettissögu.

7.  Malta.

8.  Sádi-Arabía.

9.  Blöðru mikla yfir nösunum. Og svo sneru klaufirnar stundum aftur.

10.  Kópavogi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru æðarfuglar.

Á neðri myndinni má sjá yfir Liverpool á Bretlandi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár