Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

946. spurningaþraut: Hvað segir í bókinni Die fröhliche Wissenschaft frá 1882?

946. spurningaþraut: Hvað segir í bókinni Die fröhliche Wissenschaft frá 1882?

Fyrri aukaspurning:

Lauf hvaða trjátegundar má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir Pútin Rússlandsforseti fullu nafni — það er skírnarnafni og föðurnafni, auk eftirnafnsins Pútíns?

2.  Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Norðausturkjördæms fyrir ... ja, hvaða flokk?

3.  Hversu mörg börn á prinsinn af Veils? 

4.  Þýska heimspekingnum Friedrich Nietzsche er gjarnan kennd stutt og snaggaraleg setning sem fyrst birtist í bók hans Die fröhliche Wissenschaft, frá 1882. Setningin varð víðfræg, enda þótti hugsunin í henni afar róttæk, þótt ýmsir hefðu nú orðað svipaða hugsun áður, en aldrei bara í þrem orðum. Hver er þessi stutta  setning?

5.  Í hvaða skáldsögu birtist persóna sem heitir fyrst Offred en síðan Ofjoseph?

6.  Hver er summa allra talna á rúllettuhjóli?

7.  Hvernig eru tölurnar á rúllettuhjóli annars á litinn? Nefna þarf tvo liti.

8.  En núll-reiturinn, hvernig er hann á litinn?

9.  Stærsta spilavíti heimsins er í Oklahoma í Bandaríkjunum en tvö þau næststærstu eru á sama stað. Sá staður er ... Havaí, Bandaríkjunum — Macau, Kína — Las Vegas, Bandaríkjunum — Monte Carlo, Monaco?

10.  Í hvaða ríki er héraði Flandur, eða Flanders, eða Vlaanderen?

***

Seinni aukaspurning:

Þarna má sjá hjónin Guðlaug Þorvaldsson og Kristínu Hólmfríði Kristinsdóttur á forsíðu Vikunnar. Spurningin er: Af hverju voru þau þarna á forsíðu Vikunnar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vladimír Vladimírovitsj Pútin heitir hann.

2.  Framsóknarflokkinn.

3.  Þrjú.

4.  „Guð er dauður.“

5.  The Handmaid's Tale, Saga þernunnar.

6.  666.

7.  Rauðar og svartar.

8.  Grænn.

9.  Macu í Kína.

10.  Í Belgíu.

***

Svör við aukaspurningum.

Tré á efri myndinni er reynir, reynitré.

Viðtalið í Vikunni var tekið vegna þess að sumarið 1980 var Guðlaugur í framboði til forseta Íslands.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár