Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál

Tekj­ur Orku nátt­úr­unn­ar af við­haldi á ljósastaur­um í sveit­ar­fé­lög­um, með­al ann­ars Reykja­vík, námu tæp­lega 590 millj­ón­um króna í fyrra. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur haf­ið sölu­ferli á þess­ari rekst­arein­ingu. Fram­kvæmda­stjór­inn Berg­lind Ólafs­dótt­ir seg­ir að verk­taka­þjón­usta eins og við­hald sam­ræm­ist ekki kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál
Viðhaldið á ljósastaurum selt Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að selja viðhaldsþjónustuna á ljósastaurunum í Reykjavík. Reykjavíkurborg varði til dæmis 260 milljónum króna í að skipta um lampa á ljósastaurum í Breiðholti í gegnum þetta dótturfélag Orkuveitunnar árið 2020 og var þessi mynd birt á vef borgarinnar af því tilefni.

Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, gefur ekki upp arðsemina af rekstrareiningu sem fyrirtækið hefur ákveðið að selja út úr fyrirtækinu. Um er að ræða viðhaldsþjónustu Orku náttúrunnar á ljósastaurum á höfuðborgarsvæðinu en langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins er Reykjavíkurborg. Orka náttúrunnar er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraness og Borgarbyggðar í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Í svörum til  Stundarinnar í tölvupósti segir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að arðsemin af rekstri þessarar einingar sé bundin trúnaði vegna söluferlisins sem er í gangi. Berglind greinir í svörum sínum til Stundarinnar frá forsendum sölunnar en segir jafnframt: „Aðrar upplýsingar eru bundnar trúnaði vegna ferlisins sem er í gangi.“ Um er að ræða rekstrareiningu sem stendur fyrir  2,6 prósentum af heildartekjum Orku náttúrunnar.  Berglind segir í samtali við Stundina að einingin sé sannarlega arðbær. „Þetta er arðbær rekstrareining já.

Berglind segir aðspurð að ákvörðunin um að selja rekstrareininguna sé á endanum tekin í stjórn Orku náttúrunnar …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Þetta er klassík að selja út reksturinn (viðhald ) sem veltir hundruði milljóna á ári. Ljósastaurarnir fái náttl að vera í eigu Reykjavíkurborgar áfram ? Það hljóta allir að sjá að verið er að redda einhverjum vinum sínum....
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Enn ein birtingarmynd nýfrjálshyggju-ÓÞVERRANNS, nýr borgarstjórnarmeirihluti ber hér alla ábyrgð, hver gaf þessum fulltrúum borgarbúa umboð til að selja innviði borgarbúa ? Voru þessi áform uppi á borði kosningarbaráttunnar í vor (2022) hjá flokkunum sem mynda meirihluta borgarstjórnar ? Fólkið sem skipar stjórn OR og samþykkti þennan gjörning verður að segja af sér tafarlaust, það er sömuleiðis á ábyrgð borgarstjórnar-meirihlutanns.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er þetta fyrsta skrefið í að selja Orkuveituna?
    Fyrirtækið sem hlotnast hnossið getur væntanlega hækkað gjaldið fyrir þjónustuna einhliða.
    Hvaða einstaklingar bera ábyrgð á þessari ákvörðun? Er þetta með samþykki meirihluta borgarstjórnar?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár