Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál

Tekj­ur Orku nátt­úr­unn­ar af við­haldi á ljósastaur­um í sveit­ar­fé­lög­um, með­al ann­ars Reykja­vík, námu tæp­lega 590 millj­ón­um króna í fyrra. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur haf­ið sölu­ferli á þess­ari rekst­arein­ingu. Fram­kvæmda­stjór­inn Berg­lind Ólafs­dótt­ir seg­ir að verk­taka­þjón­usta eins og við­hald sam­ræm­ist ekki kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál
Viðhaldið á ljósastaurum selt Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að selja viðhaldsþjónustuna á ljósastaurunum í Reykjavík. Reykjavíkurborg varði til dæmis 260 milljónum króna í að skipta um lampa á ljósastaurum í Breiðholti í gegnum þetta dótturfélag Orkuveitunnar árið 2020 og var þessi mynd birt á vef borgarinnar af því tilefni.

Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, gefur ekki upp arðsemina af rekstrareiningu sem fyrirtækið hefur ákveðið að selja út úr fyrirtækinu. Um er að ræða viðhaldsþjónustu Orku náttúrunnar á ljósastaurum á höfuðborgarsvæðinu en langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins er Reykjavíkurborg. Orka náttúrunnar er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraness og Borgarbyggðar í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Í svörum til  Stundarinnar í tölvupósti segir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að arðsemin af rekstri þessarar einingar sé bundin trúnaði vegna söluferlisins sem er í gangi. Berglind greinir í svörum sínum til Stundarinnar frá forsendum sölunnar en segir jafnframt: „Aðrar upplýsingar eru bundnar trúnaði vegna ferlisins sem er í gangi.“ Um er að ræða rekstrareiningu sem stendur fyrir  2,6 prósentum af heildartekjum Orku náttúrunnar.  Berglind segir í samtali við Stundina að einingin sé sannarlega arðbær. „Þetta er arðbær rekstrareining já.

Berglind segir aðspurð að ákvörðunin um að selja rekstrareininguna sé á endanum tekin í stjórn Orku náttúrunnar …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Þetta er klassík að selja út reksturinn (viðhald ) sem veltir hundruði milljóna á ári. Ljósastaurarnir fái náttl að vera í eigu Reykjavíkurborgar áfram ? Það hljóta allir að sjá að verið er að redda einhverjum vinum sínum....
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Enn ein birtingarmynd nýfrjálshyggju-ÓÞVERRANNS, nýr borgarstjórnarmeirihluti ber hér alla ábyrgð, hver gaf þessum fulltrúum borgarbúa umboð til að selja innviði borgarbúa ? Voru þessi áform uppi á borði kosningarbaráttunnar í vor (2022) hjá flokkunum sem mynda meirihluta borgarstjórnar ? Fólkið sem skipar stjórn OR og samþykkti þennan gjörning verður að segja af sér tafarlaust, það er sömuleiðis á ábyrgð borgarstjórnar-meirihlutanns.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er þetta fyrsta skrefið í að selja Orkuveituna?
    Fyrirtækið sem hlotnast hnossið getur væntanlega hækkað gjaldið fyrir þjónustuna einhliða.
    Hvaða einstaklingar bera ábyrgð á þessari ákvörðun? Er þetta með samþykki meirihluta borgarstjórnar?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu