Í svörum frá stóru viðskiptabönkunum þremur Arion, Íslandsbanka og Landsbanka kemur fram að ekki séu forsendur fyrir því í rekstri þeirra að hækka ekki vexti á íbúðalánum eftir stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir átta sinnum á síðastliðnu rúmlega ári og hafa bankarnir yfirleitt fylgt í kjölfarið og hækkað vexti á íbúðalánum. Mikil aukning varð á óverðtryggðum lánum með breytilega vexti hér á landi í kjölfar Covid-faraldursins hafa afborganir á óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum hækkað um helming frá því vorið 2021.
Bankarnir þrír högnuðust samanlegt um rúmlega 80 milljarða króna í fyrra og greiddu út tæplega 50 milljarða króna arð til hluthafa sinna.
Eftir vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands og ákvarðanir lánastofnana að hækka vexti á íbúðalánum hafa þær raddir heyrst í samfélaginu að þessir aðilar geti tekið hluta af þeim skelli sem aukin verðbólga …
Athugasemdir