Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Djöfullinn með pípuhatt

Það hefði aldrei hvarfl­að að Franz von Papen að hann ætti eft­ir að steypa yf­ir ver­öld­ina ein­hverri mestu illsku og morðæði sem hrjáð mann­kyn­ið hef­ur mátt þola. Hann var sann­færð­ur um að hann væri vit­ur og göf­ug­ur mað­ur sem ætti skil­ið að ráða ríkj­um. En í hé­góma sín­um og heimsku sleppti hann Ad­olf Hitler laus­um í Þýskalandi.

Djöfullinn með pípuhatt

Franz von Papen var hæstánægður að kvöldi mánudagsins 30. janúar 1933. Þetta hafði verið gott dagsverk. Hann átti leið framhjá spegli í forsalnum í kanslarahöllinni og staldraði við og leit á sjálfan sig. Það var fögur sjón sem við honum blasti. Hann var 53 ára gamall en enn bæði hnarreistur og hermannlegur. Mjótt germanskt andlitið lýsti af karlmannlegri fegurð og þegar hann setti í brýrnar og gerði sig hugsi á svipinn fóru gáfur hans ekki á milli mála. Yfirskeggið óaðfinnanlega snyrt, pípuhatturinn fór ó svo vel á vel mótuðu höfðinu.

Papen var sérstaklega ánægður með hnakkann.

Germanskur, sterkur hnakki.

Í dag hafði hann verið skipaður varakanslari Þýskalands. Uppivöðslusama liðþjálfakvikindið fékk vissulega heitustu ósk sína uppfyllta þegar hann, Papen sjálfur, besti fulltrúi hinnar gömlu dýrðar Þýskalands, stakk upp á því við Hindenburg forseta að kanslaraembættið sjálft félli í skaut liðþjálfans, en sá átti að komast að því fullkeyptu þegar Papen skellti …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár