Franz von Papen var hæstánægður að kvöldi mánudagsins 30. janúar 1933. Þetta hafði verið gott dagsverk. Hann átti leið framhjá spegli í forsalnum í kanslarahöllinni og staldraði við og leit á sjálfan sig. Það var fögur sjón sem við honum blasti. Hann var 53 ára gamall en enn bæði hnarreistur og hermannlegur. Mjótt germanskt andlitið lýsti af karlmannlegri fegurð og þegar hann setti í brýrnar og gerði sig hugsi á svipinn fóru gáfur hans ekki á milli mála. Yfirskeggið óaðfinnanlega snyrt, pípuhatturinn fór ó svo vel á vel mótuðu höfðinu.
Papen var sérstaklega ánægður með hnakkann.
Germanskur, sterkur hnakki.
Í dag hafði hann verið skipaður varakanslari Þýskalands. Uppivöðslusama liðþjálfakvikindið fékk vissulega heitustu ósk sína uppfyllta þegar hann, Papen sjálfur, besti fulltrúi hinnar gömlu dýrðar Þýskalands, stakk upp á því við Hindenburg forseta að kanslaraembættið sjálft félli í skaut liðþjálfans, en sá átti að komast að því fullkeyptu þegar Papen skellti …
Athugasemdir