Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Afborganir af 30 milljóna óverðtryggðu láni 900 þúsund krónum hærri

Að­halds­að­gerð­ir Seðla­bank­ans skila veru­legri hækk­un á greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána og kóln­un á fast­eigna­mark­aði. Íbúð­um til sölu fjölg­ar og færri íbúð­ir selj­ast á yf­ir­verði. Kaup­samn­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ekki ver­ið jafn fá­ir síð­an ár­ið 2013.

Afborganir af 30 milljóna óverðtryggðu láni 900 þúsund krónum hærri
Framboð eykst Framboð á húsnæði til sölu eykst talsvert milli mánaða, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Shutterstock

Vaxtahækkanir Seðlabankans virðast byrjaðar að bíta töluvert og valda því að fasteignamarkaðurinn er farinn að kólna. Íbúðum í sölu fjölgar og kaupsamningum fækkar auk þess sem færri íbúðir seljast á yfirverði. Afborganir á 30 milljóna króna óverðtryggðu láni hafa hækkað um 900 þúsund krónur á ársgrundvelli frá fyrra ári. 

Aðhaldsaðgerðir Seðlabankans eru  farnar að hafa veruleg áhrif til kælingar á markaði, að því er segir í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Með nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans eru stýrivextir nú komnir í 5,5 prósent. Bankarnir hafa allir hækkað breytilega vexti og eru þeir nú á bilinu 7 til 7,4 prósent hjá viðskiptabönkunum þremur. Hafa óverðtryggðir vextir ekki verið jafn háir frá árinu 2015. Þá hafa verðtryggðir vextir einnig hækkað og eru nú að jafnaði 2,1 prósent hjá bönkunum en voru 1,4 prósent á sama tíma í fyrra. 

Greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækkaði, milli ágústmánaðar og septembermánaðar, um sem nemur 6.200 krónum á hverjar 10 milljónir króna teknar að láni, þar sem um er að ræða óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.  Nú borgar lántaki 62.900 krónur á mánuði fyrir hverjar 10 milljónir króna í lán en borgaði 56.700 krónur í ágúst. Sé horft lengra aftur, til fyrri hluta síðasta árs, sést hversu mikil hækkunin er en þá var greiðslubyrði samskonar lána um 38.000 krónur. Hækkunin nemur því um 25 þúsund krónum á mánuði. Það samsvarar því að afborganir á hverjar tíu milljónir teknar að láni séu nú um 300 þúsund krónum hærri á ári en var í fyrra. Greiðslubyrði 30 milljóna króna húsnæðisláns á mánuði er því 75 þúsund krónum hærri nú en á fyrri hluta síðasta árs og 900 þúsund krónum hærri á ársgrundvelli. 

Greiðslubyrði verðryggðra lána hefur hækkað mun minna, um 1.100 krónur á mánuði milli ágúst og september miðað við 40 ára lán og um 1.000 krónur á mánuði miðað við 30 ára lán. 

Mikil hækkun afborgana óverðtryggðra lánaMeð hækkandi stýrvöxtum hafa bankarnir hækkað vexti á óverðtryggðum lánum. Á myndinni er miðað við 1. september og afborganir á óverðtryggðu 10 milljóna króna láni var þá orðin 58 þúsund krónur á mánuði. Afborganir hafa hækkað enn eftir það og eru nú 62.900 krónur.

Íbúðum í sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 52 prósent milli mánaða og kaupsamningum fækkar svo þeir hafa ekki verið jafn fáir frá árinu 2013. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú til sölu 1.067 íbúðir en í lok júlímánaðar voru þær 700 talsins. Fæstar íbúðir voru skráðar til sölu í byrjun febrúar eða 437. Framboð á íbúðum til sölu eykst einnig töluvert í nágranna sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en aukningin er hægari á landsbyggðinni. 

Í skýrslunni kemur fram að aukið framboð megi að mestu rekja til þess að eldri íbúðir séu settar á sölu en síður að um sé að ræða nýjar íbúðir að koma á markaðinn. Þá fjölgar íbúðum í sérbýli á sölu hægt og örugglega frá því sem minnst var. Þær eru nú 325 talsins á höfuðborgarsvæðinu en voru fæstar 116.  

Kaupsamningum á íbúðarhúsnæði fækkaði milli mánaða og einkum á höfuborgarsvæðinu. Þar voru þeir aðeins 378 talsins í júlí og hafa ekki verið jafn fáir síðan 2013, þó rétt sé að geta þess að um bráðbirgðatölur er að ræða. 

Þá fækkar íbúðum sem seljast á yfirverði milli mánaða, sé horft til talna fyrir júlí. Enn selst þó ríflega helmingur íbúða á yfirverði, ríflega 53 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust þannig á verði sem var yfir ásettu verði í júlí borið saman við rúm 62 prósent í júní. Samkvæmt skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er þetta hlutfall alla jafna á bilinu 7 til 15 prósent við eðlilegar aðstæður. Þá dregur enn meira úr því að íbúðir seljist hátt yfir ásettu verði, 5 prósent eða meira. Einkum á það við um íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu en í júlí seldust tæp 15 prósent slíkra íbúða á meira en 5 prósent yfir ásettu verði. Hæst fór það hlutfall í apríl þegar ríflega 35 prósent íbúða seldust á slíku yfirverði. 




Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár