Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

939. spurningaþraut: Sunnudagsþrautin, góðan dag!

939. spurningaþraut: Sunnudagsþrautin, góðan dag!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða listamaður gerði þessa óvenjulegu sjálfsmynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir sá sonur Bandaríkaforseta sem Repúblikanar hafa lengi verið að eltast við vegna meintra spillingarmála?

2.  Árið 1219 eignuðust Danir fána sinn. Með hvaða hætti gerðist það samkvæmt þjóðsögum?

3.  En hvað kalla Danir fána sinn?

4.  Hve mörg ríki Bandaríkjanna eru ekki áföst nokkru af hinum?

5.  Hver átti hamar þann sem Mjölnir var nefndur?

6.  Þýskaland skiptist í nokkur ríki eða fylki. Hvað heitir hið stærsta þeirra?

7.  Ein þjóð í síðari heimsstyrjöld gerði út sérstakar sjálfsmorðsflugsveitir og voru flugvélarnar nefndar kamikaze. Hvaða stríðsland greip til slíkra örþrifaráða?

8.  En hvað þýðir kamikaze?

9.  Helgi Þorgils Friðjónsson hefur undanfarna áratugi látið að sér kveða sem ... ja, sem hvað?

10.  Ef flogið væri beint í austur frá Reykjavík og yfir land alla leið út að sjó á austurströndinni, hvaða þéttbýlisstaður á austurströndinni væri þá næstur?

***

Seinni aukaspurning:

Þetta er venjuleg pissuskál frá 1917. En þetta er líka listaverk. Hver var framúrstefnulistamaðurinn sem skóp það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hunter Biden.

2.  Fáninn féll af himnum ofan.

3.  Dannebrog.

4.  Tvö — Alaska og Havaí.

5.  Guðinn Þór.

6.  Bayern eða Bæjaraland.

7.  Japan.

8.  Heilagur vindur.

9.  Myndlistarmaður.

10.  Höfn í Hornafirði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er málverk eftir Fridu Kahlo.

Pissuskálina á neðri myndinni gerði Marcel Duchamp. Verkið var í raun hugleiðing um hvað er listaverk. Hér má sjá Duchamp:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár