Fyrri aukaspurning:
Hvaða listamaður gerði þessa óvenjulegu sjálfsmynd?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir sá sonur Bandaríkaforseta sem Repúblikanar hafa lengi verið að eltast við vegna meintra spillingarmála?
2. Árið 1219 eignuðust Danir fána sinn. Með hvaða hætti gerðist það samkvæmt þjóðsögum?
3. En hvað kalla Danir fána sinn?
4. Hve mörg ríki Bandaríkjanna eru ekki áföst nokkru af hinum?
5. Hver átti hamar þann sem Mjölnir var nefndur?
6. Þýskaland skiptist í nokkur ríki eða fylki. Hvað heitir hið stærsta þeirra?
7. Ein þjóð í síðari heimsstyrjöld gerði út sérstakar sjálfsmorðsflugsveitir og voru flugvélarnar nefndar kamikaze. Hvaða stríðsland greip til slíkra örþrifaráða?
8. En hvað þýðir kamikaze?
9. Helgi Þorgils Friðjónsson hefur undanfarna áratugi látið að sér kveða sem ... ja, sem hvað?
10. Ef flogið væri beint í austur frá Reykjavík og yfir land alla leið út að sjó á austurströndinni, hvaða þéttbýlisstaður á austurströndinni væri þá næstur?
***
Seinni aukaspurning:
Þetta er venjuleg pissuskál frá 1917. En þetta er líka listaverk. Hver var framúrstefnulistamaðurinn sem skóp það?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hunter Biden.
2. Fáninn féll af himnum ofan.
3. Dannebrog.
4. Tvö — Alaska og Havaí.
5. Guðinn Þór.
6. Bayern eða Bæjaraland.
7. Japan.
8. Heilagur vindur.
9. Myndlistarmaður.
10. Höfn í Hornafirði.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er málverk eftir Fridu Kahlo.
Pissuskálina á neðri myndinni gerði Marcel Duchamp. Verkið var í raun hugleiðing um hvað er listaverk. Hér má sjá Duchamp:
Athugasemdir