Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

934. spurningaþraut: Hiti, samba og hemóglóbín

934. spurningaþraut: Hiti, samba og hemóglóbín

Fyrri aukaspurning: Hver er þessi mikils háttar frú?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar í mannslíkamanum finnum við hemóglóbín?

2.  Eiríkur heitinn Guðmundsson var vel metinn útvarpsmaður sem starfaði til skamms tíma á hvaða útvarpsstöð?

3.  Á hvaða reikistjörnu í sólkerfinu okkar er mestur hiti?

4.  Hvaða land er einkum tengt samba-dansi?

5.  Hvaða stjórnmálamaður var utanríkisráðherra frá 2013 til apríl 2016 en síðan sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra til janúar 2017?

6.  Spendýr sem verpa eggjum og hafa enga spena en fæða þó afkvæmi sín á mjólk. Hvað kallast svoleiðis dýr?

7.  Hvar búa þau?

8.  Hljómsveit nokkur hætti störfum með viðhafnartónleikum 2018 en hafði þá ekki gefið út plötu síðan 2013. Sú hét Glamr og næsta plata á undan hét Upp og niður stigann frá 2010. Meðal annarra hljómplatna hljómsveitarinnar var Þessi þungu högg (1992). Hvað heitir hljómsveitin? 

9.  Hver leikstýrði bíómyndinni Með allt á hreinu?

10.  Hvað heitir sú bíómynd frá 1995 þar sem kemur fyrir persónan Keyser Söze?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í blóðinu. Það er nægilega nákvæmt svar.

2.  Rás eitt Ríkisútvarpsins.

3.  Venusi.

4.  Brasilíu.

5.  Gunnar Bragi Sveinsson.

6.  Nefdýr. Líka er gefið rétt fyrir breiðnefi og/eða mjónefi.

7.  Í Ástralíu, nær eingöngu. Mjónefir þekkjast þó á Nýju Gíneu.

8.  Sálin hans Jóns míns.

9.  Ágúst Guðmundsson.

10.  The Usual Suspects.

***

Svör við aukaspurningum: konan er Katrín mikla. Fáninn er Grænlands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár