Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

932. spurningaþraut: Flöktandi ljós yfir mýrum?

932. spurningaþraut: Flöktandi ljós yfir mýrum?

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, og Jörðina okkar í fjórum stærðum. Hvaða Jörð er af hlutfallslega réttri stærð miðað við Júpíter? Er það A — B — C — eða D?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða dýr eru fræg fyrir að reisa stíflur í ám?

2.  Áður en Tom Cruise lagði fyrir sig leiklist ætlaði hann sér að verða ... hvað?

3.  Hann varð hins vegar að láta af námi fyrir það starf vegna ... hvers?

4.  Hvað hét bíómynd sem Cruise lék í árið 1986 og hann lék djarfhuga flugmann á orrustuþotu?

5.  Hvað heitir dökkhærða söngkonan í hljómsveitinni ABBA?

6.  Milli Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar á Austfjörðum eru tveir smærri firðir eða vogar eða víkur. Nefnið að minnsta kosti annan. Þeir sem hafa báða staðina fá lárvirðarstig!

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Sómalía?

8.  „Flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum.“ Hvað kallast þessi ljósagangur - annað en mýrarljós?

9.  Hvað hefur verið algengasta kvenmannsnafn á Íslandi í aldir?

10.  Orðin „kirkja“ má rekja aftur til gríska orðsins „kyrios“. Hvað þýðir það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bjórar.

2.  Prestur.

3.  Drykkjuskapar.

4.  Top Gun.

5.  Anni-Frid eða Frida.

6.  Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður.

7.  Afríku.

8.  Hrævareldur.

9.  Guðrún.

10.  Drottinn, leiðtogi, meistari — það er að segja guð.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú Jörð sem er af réttri stærð er D, sú minnsta.

Sigurður Pálsson skáld er á neðri myndinni.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
4
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár