Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

932. spurningaþraut: Flöktandi ljós yfir mýrum?

932. spurningaþraut: Flöktandi ljós yfir mýrum?

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, og Jörðina okkar í fjórum stærðum. Hvaða Jörð er af hlutfallslega réttri stærð miðað við Júpíter? Er það A — B — C — eða D?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða dýr eru fræg fyrir að reisa stíflur í ám?

2.  Áður en Tom Cruise lagði fyrir sig leiklist ætlaði hann sér að verða ... hvað?

3.  Hann varð hins vegar að láta af námi fyrir það starf vegna ... hvers?

4.  Hvað hét bíómynd sem Cruise lék í árið 1986 og hann lék djarfhuga flugmann á orrustuþotu?

5.  Hvað heitir dökkhærða söngkonan í hljómsveitinni ABBA?

6.  Milli Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar á Austfjörðum eru tveir smærri firðir eða vogar eða víkur. Nefnið að minnsta kosti annan. Þeir sem hafa báða staðina fá lárvirðarstig!

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Sómalía?

8.  „Flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum.“ Hvað kallast þessi ljósagangur - annað en mýrarljós?

9.  Hvað hefur verið algengasta kvenmannsnafn á Íslandi í aldir?

10.  Orðin „kirkja“ má rekja aftur til gríska orðsins „kyrios“. Hvað þýðir það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bjórar.

2.  Prestur.

3.  Drykkjuskapar.

4.  Top Gun.

5.  Anni-Frid eða Frida.

6.  Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður.

7.  Afríku.

8.  Hrævareldur.

9.  Guðrún.

10.  Drottinn, leiðtogi, meistari — það er að segja guð.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú Jörð sem er af réttri stærð er D, sú minnsta.

Sigurður Pálsson skáld er á neðri myndinni.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár