Framkvæmdastjórar stærstu matvöruverslana landsins eru allir meðal efsta eina prósentsins þegar horft er yil tekna landsmanna á síðasta ári og námu launagreiðslur þeirra tugum milljóna á síðasta ári. Hagnaður verslananna er talinn í hundruðum milljóna eða milljörðum króna og þá hafa félögin sem reka þau greitt út gríðar háar arðgreiðslur til eigenda sinna. Á sama tíma hefur vöruverð hækkað um hátt í tíu prósent á ársgrundvelli með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu og íslensk heimili. Formaður Neytendasamtakanna segir lífeyrissjóðina, sem stærstu eigendur verslananna, verða að hafa forgöngu um að launastrúktúr og arðsemiskröfur verði endurskoðuð. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verslunina hafa fullt svigrúm til að halda vöruverði niðri.
8,6%
Ársverðbólga mældist 9,7 prósent í lok síðasta mánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Stærsti áhrifaþáttur aukinnar verðbólgu er hækkun húsnæðisverðs en innlendar vörur hafa einnig hækkað um 8,7 prósent á sama tímabili og vegur verðhækkun á matvöru þar …
Athugasemdir (1)