Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Neytendur bera kostnaðinn af háum launum og arðgreiðslum verslunarinnar

Mat­vöru­versl­an­ir í land­inu skil­uðu hundraða millj­óna króna hagn­aði á síð­asta ári. Laun stjórn­enda þeirra eru tal­in í tug­um millj­óna á árs­grund­velli. Á sama tíma hef­ur vöru­verð hækk­að um hátt í tíu pró­sent. Neyt­end­ur njóta ekki auk­inn­ar arð­semi í rekstri, sem með­al ann­ars verð­ur til með því að þeir af­greiða sig sjálf­ir og draga þar með úr launa­kostn­aði.

Neytendur bera kostnaðinn af háum launum og arðgreiðslum verslunarinnar
Taka á sig vinnuna Viðskiptavinir hafa í auknum mæli tekið á sig vinnu í verslunum, með því að sjálfsafgreiðsla hefur verið tekin upp í þeim. Ekki er að sjá að neytendur njóti þess í lægra vöruverði.

Framkvæmdastjórar stærstu matvöruverslana landsins eru allir meðal efsta eina prósentsins þegar horft er yil tekna landsmanna á síðasta ári og námu launagreiðslur þeirra tugum milljóna á síðasta ári. Hagnaður verslananna er talinn í hundruðum milljóna eða milljörðum króna og þá hafa félögin sem reka þau greitt út gríðar háar arðgreiðslur til eigenda sinna. Á sama tíma hefur vöruverð hækkað um hátt í tíu prósent á ársgrundvelli með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu og íslensk heimili. Formaður Neytendasamtakanna segir lífeyrissjóðina, sem stærstu eigendur verslananna, verða að hafa forgöngu um að launastrúktúr og arðsemiskröfur verði endurskoðuð. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verslunina hafa fullt svigrúm til að halda vöruverði niðri.

8,6%
Hækkun á matvöru á tólf mánuðum

Ársverðbólga mældist 9,7 prósent í lok síðasta mánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Stærsti áhrifaþáttur aukinnar verðbólgu er hækkun húsnæðisverðs en innlendar vörur hafa einnig hækkað um 8,7 prósent á sama tímabili og vegur verðhækkun á matvöru þar …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu