Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Enn fleiri ferðamenn en von var á fara um Leifsstöð

Bú­ist er við að 6,2 millj­ón­ir ferða­manna fljúgi um Kefla­vík­ur­flug­völl í ár. Mun fleiri hafa far­ið um flug­völl­inn það sem af er ári en áætlan­ir Isa­via gerðu ráð fyr­ir í upp­hafi árs. Icelanda­ir hef­ur eitt og sér flutt 1,4 millj­ón­ir far­þega til og frá land­inu í sum­ar.

Enn fleiri ferðamenn en von var á fara um Leifsstöð
Á ferð og flugi Icelandair hefur sannarlega verið á flugi í sumar samanborið við síðasta ár en félagið hefur flutt samtals 1,4 milljónir ferðamanna til og frá landinu í júní, júlí og ágúst. Það er tæplega helmingur allra millilandaferðalanga þessa mánuði. Mynd: Icelandair

Isavia gerir ráð fyrir að 6,2 milljónir ferðamanna fljúgi um Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en gert var ráð fyrir í síðustu spá, sem birt var í maí síðastliðnum. Í byrjun árs gerði spáin ekki fyrir nema 4,6 milljónum farþega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, þar sem haft er eftir forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá fyrirtækinu, Grétari Má Garðarssyni, að sumarið hafi farið fram úr væntingum. „Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ segir hann. 

„Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga“

Sumarmánuðina júní, júlí og ágúst fóru 2.392.833 farþegar um flugstöðina, samkvæmt Isavia, en það er samtala þeirra sem komu og þeirra sem fóru þessa þrjá mánuði. Þetta er um eitt hundrað þúsund færri ferðamenn en fóru um flugvöllinn sumarið 2019; sumarið áður en COVID-faraldurinn skall á. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár