Isavia gerir ráð fyrir að 6,2 milljónir ferðamanna fljúgi um Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en gert var ráð fyrir í síðustu spá, sem birt var í maí síðastliðnum. Í byrjun árs gerði spáin ekki fyrir nema 4,6 milljónum farþega.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, þar sem haft er eftir forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá fyrirtækinu, Grétari Má Garðarssyni, að sumarið hafi farið fram úr væntingum. „Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ segir hann.
„Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga“
Sumarmánuðina júní, júlí og ágúst fóru 2.392.833 farþegar um flugstöðina, samkvæmt Isavia, en það er samtala þeirra sem komu og þeirra sem fóru þessa þrjá mánuði. Þetta er um eitt hundrað þúsund færri ferðamenn en fóru um flugvöllinn sumarið 2019; sumarið áður en COVID-faraldurinn skall á. …
Athugasemdir