Fyrri aukaspurning:
Hér að ofan má sjá nokkuð tölvuýktan leikara í hlutverki ofurhetju einnar í mynd frá 2003. Hvað heitir ofurhetjan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða fljót rennur um borgina Köln í Þýskalandi?
2. Í hvaða tæplega 20 ára stríði áttu Bandaríkjamenn sem endaði 1975?
3. Hinn meinti morðingi Jón Hreggviðsson var sagður hafa sloppið frá Íslandi með því að komast í skip frá ... hvaða landi?
4. Bók nokkur eftir Jules Verne heitir í íslenskri þýðingu Leyndardómar Snæfellsjökuls. En hvar gerist hún að mestu leyti?
5. Akvitanía er hérað í ... hvaða landi?
6. Á 12. öld var þar fræg hertogafrú sem varð drottning í tveimur löndum (ekki þó samtímis) og varð sjálf móðir tveggja konunga. Hún átti um tíma í hörðum deilum við Hinrik seinni eiginmann sinn og hann geymdi hana í stofufangelsi árum saman. Hvað hét hún?
7. En hvað hétu kóngarnir synir hennar? Nefna þarf að minnsta kosti annan til að fá stig.
8. Í hvaða landi heitir þriðja fjölmennasta bæjarfélagið Ilulissat?
9. En í hvaða landi er borgin Osaka?
10. Ratchet og Clank eru hraustir félagar sem má kynnast ... hvar?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi kona fékkst við kennslu, blaðamennsku og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hvað hét hún?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rín.
2. Víetnam-stríðið.
3. Hollandi.
4. Innan í Jörðinni.
5. Frakklandi.
6. Elenóra.
7. Ríkarður ljónshjarta og Jóhann landlausi.
8. Grænlandi.
9. Japan.
10. Tölvuleikjum.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Hulk.
Á neðri mynd er Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Athugasemdir