Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

902. spurningaþraut: Leyndardómar Snæfellsjökuls, og Ilulissat

902. spurningaþraut: Leyndardómar Snæfellsjökuls, og Ilulissat

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá nokkuð tölvuýktan leikara í hlutverki ofurhetju einnar í mynd frá 2003. Hvað heitir ofurhetjan? 

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fljót rennur um borgina Köln í Þýskalandi?

2.  Í hvaða tæplega 20 ára stríði áttu Bandaríkjamenn sem endaði 1975?

3.  Hinn meinti morðingi Jón Hreggviðsson var sagður hafa sloppið frá Íslandi með því að komast í skip frá ... hvaða landi?

4.  Bók nokkur eftir Jules Verne heitir í íslenskri þýðingu Leyndardómar Snæfellsjökuls. En hvar gerist hún að mestu leyti?

5.  Akvitanía er hérað í ... hvaða landi?

6.  Á 12. öld var þar fræg hertogafrú sem varð drottning í tveimur löndum (ekki þó samtímis) og varð sjálf móðir tveggja konunga. Hún átti um tíma í hörðum deilum við Hinrik seinni eiginmann sinn og hann geymdi hana í stofufangelsi árum saman. Hvað hét hún?

7.  En hvað hétu kóngarnir synir hennar? Nefna þarf að minnsta kosti annan til að fá stig.

8.  Í hvaða landi heitir þriðja fjölmennasta bæjarfélagið Ilulissat?

9.  En í hvaða landi er borgin Osaka?

10.  Ratchet og Clank eru hraustir félagar sem má kynnast ... hvar?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona fékkst við kennslu, blaðamennsku og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rín.

2.  Víetnam-stríðið.

3.  Hollandi.

4.  Innan í Jörðinni.

5.  Frakklandi.

6.  Elenóra.

7.  Ríkarður ljónshjarta og Jóhann landlausi.

8.  Grænlandi.

9.  Japan.

10.  Tölvuleikjum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Hulk.

Á neðri mynd er Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár