Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

896. spurningaþraut: Hvaðan kemur sá illúðlegi dreki?

896. spurningaþraut: Hvaðan kemur sá illúðlegi dreki?

Aukaspurning:

Í hvaða sjónvarpsseríu birtist þessi voðalegi dreki?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Prag?

2.  En í hvaða landi er höfuðborgin Tblisi?

3.  Hvaða opinbert tungumál í Evrópuríki er skyldast finnsku?

4.  Sá sem keyrir hringveginn í norður frá Borgarnesi keyrir næst gegnum þéttbýlisstað ... hvar?

5.  Hvaða tölvufyrirtæki stofnaði Steve Jobs með öðrum?

6.  Í hvaða evrópskri stórborg eru flestir skýjakljúfar? Er það Berlín — Frankfurt — London — Madrid — eða Moskva? 

7.  Nýtt landdýr nam land á Íslandi laust upp úr 1930. Dýr af tiltekinni tegund var þá ræktað á nokkrum stöðum en einhver dýr sluppu úr gæslu og lögðust út á fáeinum stöðum. Nú á síðustu áratugum hefur þessum dýrum fjölgað töluvert í náttúrunni, sem og á mannauðum svæðum inni í bæjum, en þar er yfirleitt um að ræða gæludýr sem hafa sloppið úr haldi eða verið sleppt. Hvaða dýr eru þetta? 

8.  Hver var forsætisráðherra á Íslandi aldamótaárið 2000?

9.  Hversu margar holur eru á golfvelli samvæmt alþjóðastandard?

10.  Hversu lengi er öflugur Formulu 1 kappakstursbíll að fara úr kyrrstöðu í 200 kílómetra hraða? Tekur það bílinn 3,6 sekúndur — 6,6 sekúndur — 9,6 sekúndur — eða 12,6 sekúndur?

***

Aukaspurning seinni:

Hver er konan sem tekur hér við Íslensku tónlistarverðlaununum 2018?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tékkland.

2.  Georgía.

3.  Eistneska.

4.  Á Blönduósi.

5.  Apple.

6.  Moskva.

7.  Kanínur.

8.  Davíð Oddsson.

9.  18 holur.

10.  3,6 sekúndur.

***

Svör við aukaspurningum:

Drekinn á efri myndinni birtist í Game of Thrones.

Konan á neðri myndinni er Dísella Lárusdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár