Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

896. spurningaþraut: Hvaðan kemur sá illúðlegi dreki?

896. spurningaþraut: Hvaðan kemur sá illúðlegi dreki?

Aukaspurning:

Í hvaða sjónvarpsseríu birtist þessi voðalegi dreki?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Prag?

2.  En í hvaða landi er höfuðborgin Tblisi?

3.  Hvaða opinbert tungumál í Evrópuríki er skyldast finnsku?

4.  Sá sem keyrir hringveginn í norður frá Borgarnesi keyrir næst gegnum þéttbýlisstað ... hvar?

5.  Hvaða tölvufyrirtæki stofnaði Steve Jobs með öðrum?

6.  Í hvaða evrópskri stórborg eru flestir skýjakljúfar? Er það Berlín — Frankfurt — London — Madrid — eða Moskva? 

7.  Nýtt landdýr nam land á Íslandi laust upp úr 1930. Dýr af tiltekinni tegund var þá ræktað á nokkrum stöðum en einhver dýr sluppu úr gæslu og lögðust út á fáeinum stöðum. Nú á síðustu áratugum hefur þessum dýrum fjölgað töluvert í náttúrunni, sem og á mannauðum svæðum inni í bæjum, en þar er yfirleitt um að ræða gæludýr sem hafa sloppið úr haldi eða verið sleppt. Hvaða dýr eru þetta? 

8.  Hver var forsætisráðherra á Íslandi aldamótaárið 2000?

9.  Hversu margar holur eru á golfvelli samvæmt alþjóðastandard?

10.  Hversu lengi er öflugur Formulu 1 kappakstursbíll að fara úr kyrrstöðu í 200 kílómetra hraða? Tekur það bílinn 3,6 sekúndur — 6,6 sekúndur — 9,6 sekúndur — eða 12,6 sekúndur?

***

Aukaspurning seinni:

Hver er konan sem tekur hér við Íslensku tónlistarverðlaununum 2018?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tékkland.

2.  Georgía.

3.  Eistneska.

4.  Á Blönduósi.

5.  Apple.

6.  Moskva.

7.  Kanínur.

8.  Davíð Oddsson.

9.  18 holur.

10.  3,6 sekúndur.

***

Svör við aukaspurningum:

Drekinn á efri myndinni birtist í Game of Thrones.

Konan á neðri myndinni er Dísella Lárusdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár