Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

888. spurningaþraut: Skoskt leikrit, skoskar borgir

888. spurningaþraut: Skoskt leikrit, skoskar borgir

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér fyrir ofan? Svo er sérstakt Kjarvalsstig fyrir að muna hvað verkið heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Matthías og Lovísa heita hjón nokkur sem eiga eina dóttur. Fjölskyldan býr ásamt fleira fólk í kastala, eða réttara sagt í hálfum kastala. Hvað heitir dóttir þeirra Matthíasar og Lovísu?

2.  Hvaða harmleikur William Shakespeares er stundum kallaður „skoska leikritið“?

3.  Hvað heitir næstfjölmennasta borg Skotlands, á eftir Glasgow?

4.  En hvaða skoska borg er í þriðja sæti?

5.  Hvað heitir frúin rauðmagans?

6.  Hvað heitir rannsóknarblaðamennskuþáttur Ríkisútvarpsins, það er að segja í sjónvarpinu?

7.  Hvaða grínisti hefur gjarnan troðið upp um áramótin með svonefnt Áramótaskop?

8.  Í júní 1542 hafði spænski landkönnuðurinn Francisco de Orellana siglt á skipi sínu upp fljót nokkurt sem áður hafði verið nær alveg ókannað af Evrópumönnum. Á leiðinni niður eftir ánni aftur lentu Orellana og menn hans í bardaga við fólk af Tapuyas-ættbálki og vakti athygli Spánverja að konur Tapuyasa tóku þátt í bardögunum ekki síður en karlmenn. Sú staðreynd hafði afleiðingar, sem voru þær að ... að hvað?  ´

9.  Mozart tróð í æsku upp sem einleikari á ... hvaða hljóoðfæri?

10.  Hvað hét eiginkona Mozarts að skírnarnafni?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Aðalspurningar, hér eru svörin:

1.  Ronja.

2.  Makbeð.

3.  Edinborg.

4.  Aberdeen.

5.  Grásleppa.

6.  Kveikur.

7.  Ari Eldjárn.

8.  Áin var skírð Amazon eftir þeim kvenhermönnum sem þjóðsögur Forn-Grikkja greindu frá og kölluðust Amasónur.

9.  Píanó.

10.  Constanza.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið er eftir Jón Stefánsson og heitir Sumarnótt. Raunar mun fullt nafn verksins vera Sumarnótt, lómar við Þjórsá, en Sumarnótt dugar fyrir Kjarvalsstigi.

Á neðri yndinni er Jseff Bezos stofnandi og eigandi Amazon.com.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár