Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

888. spurningaþraut: Skoskt leikrit, skoskar borgir

888. spurningaþraut: Skoskt leikrit, skoskar borgir

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér fyrir ofan? Svo er sérstakt Kjarvalsstig fyrir að muna hvað verkið heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Matthías og Lovísa heita hjón nokkur sem eiga eina dóttur. Fjölskyldan býr ásamt fleira fólk í kastala, eða réttara sagt í hálfum kastala. Hvað heitir dóttir þeirra Matthíasar og Lovísu?

2.  Hvaða harmleikur William Shakespeares er stundum kallaður „skoska leikritið“?

3.  Hvað heitir næstfjölmennasta borg Skotlands, á eftir Glasgow?

4.  En hvaða skoska borg er í þriðja sæti?

5.  Hvað heitir frúin rauðmagans?

6.  Hvað heitir rannsóknarblaðamennskuþáttur Ríkisútvarpsins, það er að segja í sjónvarpinu?

7.  Hvaða grínisti hefur gjarnan troðið upp um áramótin með svonefnt Áramótaskop?

8.  Í júní 1542 hafði spænski landkönnuðurinn Francisco de Orellana siglt á skipi sínu upp fljót nokkurt sem áður hafði verið nær alveg ókannað af Evrópumönnum. Á leiðinni niður eftir ánni aftur lentu Orellana og menn hans í bardaga við fólk af Tapuyas-ættbálki og vakti athygli Spánverja að konur Tapuyasa tóku þátt í bardögunum ekki síður en karlmenn. Sú staðreynd hafði afleiðingar, sem voru þær að ... að hvað?  ´

9.  Mozart tróð í æsku upp sem einleikari á ... hvaða hljóoðfæri?

10.  Hvað hét eiginkona Mozarts að skírnarnafni?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Aðalspurningar, hér eru svörin:

1.  Ronja.

2.  Makbeð.

3.  Edinborg.

4.  Aberdeen.

5.  Grásleppa.

6.  Kveikur.

7.  Ari Eldjárn.

8.  Áin var skírð Amazon eftir þeim kvenhermönnum sem þjóðsögur Forn-Grikkja greindu frá og kölluðust Amasónur.

9.  Píanó.

10.  Constanza.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið er eftir Jón Stefánsson og heitir Sumarnótt. Raunar mun fullt nafn verksins vera Sumarnótt, lómar við Þjórsá, en Sumarnótt dugar fyrir Kjarvalsstigi.

Á neðri yndinni er Jseff Bezos stofnandi og eigandi Amazon.com.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár