Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

886. spurningaþraut: Tesla, strokkur, Múrmansk, levíatan og Lúsífer

886. spurningaþraut: Tesla, strokkur, Múrmansk, levíatan og Lúsífer

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá kápu á frægu tímariti frá 13. september 1954. Ég er búinn að föndra burt nafnið á tímaritinu. En hvaða tímarit var þetta? Og svo er lárviðarstig fyrir að vita hver er á myndinni og „takes off after an Oscar“.

***

Aðalspurningar:

1.  Í landi er borgin Múrmansk?

2.  Hver er aðal framleiðsluvara fyrirtækisins Tesla?

3.  Nikola Tesla var uppfinningamaður sem bjó seinni hluta ævinnar í Bandaríkjunum. En hvað var þjóðerni hans upphaflega?

4.  Undir hvaða listamannsnafni er Robert Zimmermann þekktastur?

5.  Strokkur var notaður til að skilja ... hvað ... frá mjólk eða öllu heldur rjóma?

6.  Hver var sjálfkjörin forseti Íslands árið 1992?

7. Í Biblíunni er nefnt fyrirbrigði sem kallað er levíatan. Hvað er Levíatan? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

8.  Í Biblíunni er líka nefndur Lúsífer. Hver er það?

9.  Hvaða stytta birtist öllum að óvörum á lokasekúndum myndarinnar Apaplánetan frá 1968?

10.  Hver hafði fyrir sið að reka upp „siguróp karlapans“ þegar sigur vannst í miklum rimmum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rússlandi.

2.  Rafmagnsbílar.

3.  Hann er Serbi að ætt, fæddur í Króatíu sem þá tilheyrði Austurríska keisaradæminu. Allt þetta má því teljast rétt.

4.  Bob Dylan.

5.  Smjör.

6.  Vigdís Finnbogadóttir.

7.  Sæskrímsli. Skrímsli eitt og sér dugar ekki, því miður.

8.  Djöfullinn.

9.  Frelsisstyttan.

10.  Tarzan.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Judy Garland leik- og söngkona á forsíðu LIFE.

Á neðri myndinni er Selfoss.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár