Herinn lagði af stað í morgunsárið. Hann hafði verið í búðum sínum í bænum Caenophrurium í Þrakíu þá um nóttina og birgðasveitirnar fóru að taka niður tjöldin þegar síðustu dátar herdeildanna marseruðu burt í austurátt. Það voru enn tvær dagleiðir til bæjarins Býsantíum við Marmahafið þaðan sem herinn yrði fluttur yfir Bospórus-sund til Asíu. Þaðan yrði svo marserað yfir til Sýrlands og fyrr eða síðar stefnt til orrustu við Persa í Mesópótamíu.
Fremst í fylkingu hermannanna var keisarinn sjálfur, Aurelíanus hinn strangi og harðlyndi, sjálfskipaður „meistari og guð“ í endurreistu, endursameinuðu ríkinu. Hann gekk föstum og ákveðnum skrefum eins og ævinlega – allt sem Aurelíanus gerði var eindregið og ákveðið – og kringum hann voru vagnar hirðar keisarans, embættismenn hans og helstu legátar, skrifstofuliðið, kokkar og merkjamenn, brynjuverðir og fánaberar.
Kvennavagnarnir legðu svo af stað síðar í dag þar sem kona keisarans, Ulpia Severina, réði ríkjum með stallmeyjum sínum og …
Athugasemdir