Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

882. spurningaþraut: Gamanmynd, sjúkdómur, trúflokkur, svo fátt sé talið

882. spurningaþraut: Gamanmynd, sjúkdómur, trúflokkur, svo fátt sé talið

Fyrri aukaspurningin:

Eftir hvern var sú skáldsaga, sem varð kveikja þeirrar teiknimyndasögu sem við sjáum kápumynd af?

***

Aðalspurningar:

1.  Trúflokkur einn er kallaður Amish. Í hvaða landi búa langflestir þeirra sem aðhyllast trú þessa flokks?

2.  Hver var forseti Frakklands samfleytt frá 1981 til 1995?

3.  Árið 1979 tilkynnti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að tekist hefði að útrýma ákveðnum sjúkdómi sem fyrrum kostaði mörg mannslíf. Þetta er í raun eina dæmið um sjúkdóm sem tekist hefur að útrýma alveg. Hvaða sjúkdómur var þetta? Bólusótt — heilaskreppa — holdsveiki — malaría — taugaveiki?

4.  Hver orti Passíusálmana?

5.  Í frásögn eins guðspjallamannsins segir frá því þegar Pílatus landstjóri Rómar er að íhuga hvað hann eigi að vera við hinn handtekna Jesúa frá Nasaret. Síðan segir: „Meðan Pílatus sat á dómstólnum sendi [xxx] til hans með þessi orð: „Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna.““ Hver sendi Pílatusi þessi boð?

6.  Hvaða ráðherra var nýlega gagnrýndur mjög fyrir að auglýsa ekki stöðu yfirmanns tiltekninnar menningarstofnunar?

7.  Hver var annars þessi stofnun? Og lárviðarstig í boði fyrir þau sem muna hvað hinn nýi forstöðumaður þessarar stofnunar heitir?

8.  Árið 1986 var frumsýnd ein vinsælasta gamanmynd landsins og þykir flestum hún enn hin besta skemmtun. Hvaða mynd er þetta?

9.  Árið 2002 kom svo framhaldsmynd sem einnig naut nokkurra vinsælda, þótt ekki slægi hún þeirri fyrri við. Hvað nefnist hún?

10.  Tuvan, Komi, Mari El, Sakha og Udmurtia eru meðal sjálfstjórnarsvæða í ríki einu. Hvaða ríki er það?

***

Seinni aukaspurning:

Báturinn hér að neðan var smíðaður að fyrirmynd báta aftan úr öldum. Hverrar þjóðar voru þeir sem smíðuðu þá gömlu báta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Bandaríkjunum.

2.  Mitterand.

3.  Bólusótt. Sjúkdómurinn heilaskreppa er vel að merkja ekki til.

4.  Hallgrímur Pétursson.

5.  Konan hans.

6.  Lilja Alfreðsdóttir.

7.  Þjóðminjasafnið. Nýi yfirmaðurinn heitir Harpa Þórsdóttir.

8.  Stella í orlofi.

9.  Stella í framboði.

10.  Rússland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er kápa teiknimyndasöguútgáfu af Innrásinni frá Mars eftir H.G.Wells.

Á neðri mynd er (meint) eftirlíking báta frá Írlandi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár