Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

874. spurningaþraut: Bos taurus og Bosporus

874. spurningaþraut: Bos taurus og Bosporus

Fyrri aukaspurning:

Hvaða vinalega fyrirbæri er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða dýrategund hefur latneska fræðiheitið bos taurus?

2.  En hvaða stórborg er við syðri enda sundsins Bosporus?

3.  Hvaða persóna Halldórs Laxness var kölluð „hið ljósa man“?

4.  Hvaða menningarfélag var stofnað í Reykjavík 1937 og hafði þann yfirlýsta tilgang að útbreiða menningarsýn vinstri manna?

5.  Eystrasaltsríkin þrjú — Eistland, Lettland og Litháen — urðu sjálfstæð ríki í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. En hvaða ár misstu þau sjálfstæði sitt?

6.  Í hvaða hluta Afríku býr Zulu-þjóðin?

7.  Hvað kallast halloween nú yfirleitt á íslensku?

8.  Enska orðið halloween er hins vegar samdráttur af All Hallows' Eve. Merking þeirra orða á íslensku er ... hvað?

9.  Í hvaða landi í veröldinni eru flestir fangar, bæði hlutfallslega og í reynd?

10.  Þegar Evrópumenn fóru að kanna heiminn á 15. öld og næstu aldirnar, þá hittu þeir fyrir allskonar fólk með allskonar siði. Fólk gekk til dæmis mjög misjafnlega til fara. Aðeins á einum stað gekk allt fólk þó um algjörlega klæðlaust öllum stundum. Hvaða fólk var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver hleypur þar svo knálega með stöngina sína?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nautgripir.

2.  Istanbúl.

3.  Snæfríður.

4.  Mál og menning.

5.  1940.

6.  Suðurhluta Afríku.

7.  Hrekkjavaka.

8.  Allra heilagra kvöld, eða allra heilagra messa.

9.  Bandaríkjunum.

10.  Frumbyggjar Ástralíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skrímslið úr geimmyndunum um Alien.

Á neðri myndinni er stangarstökkvarinn Sergei Bubka.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu