Fyrri aukaspurning:
Hvaða vinalega fyrirbæri er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða dýrategund hefur latneska fræðiheitið bos taurus?
2. En hvaða stórborg er við syðri enda sundsins Bosporus?
3. Hvaða persóna Halldórs Laxness var kölluð „hið ljósa man“?
4. Hvaða menningarfélag var stofnað í Reykjavík 1937 og hafði þann yfirlýsta tilgang að útbreiða menningarsýn vinstri manna?
5. Eystrasaltsríkin þrjú — Eistland, Lettland og Litháen — urðu sjálfstæð ríki í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. En hvaða ár misstu þau sjálfstæði sitt?
6. Í hvaða hluta Afríku býr Zulu-þjóðin?
7. Hvað kallast halloween nú yfirleitt á íslensku?
8. Enska orðið halloween er hins vegar samdráttur af All Hallows' Eve. Merking þeirra orða á íslensku er ... hvað?
9. Í hvaða landi í veröldinni eru flestir fangar, bæði hlutfallslega og í reynd?
10. Þegar Evrópumenn fóru að kanna heiminn á 15. öld og næstu aldirnar, þá hittu þeir fyrir allskonar fólk með allskonar siði. Fólk gekk til dæmis mjög misjafnlega til fara. Aðeins á einum stað gekk allt fólk þó um algjörlega klæðlaust öllum stundum. Hvaða fólk var það?
***
Seinni aukaspurning:
Hver hleypur þar svo knálega með stöngina sína?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Nautgripir.
2. Istanbúl.
3. Snæfríður.
4. Mál og menning.
5. 1940.
6. Suðurhluta Afríku.
7. Hrekkjavaka.
8. Allra heilagra kvöld, eða allra heilagra messa.
9. Bandaríkjunum.
10. Frumbyggjar Ástralíu.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er skrímslið úr geimmyndunum um Alien.
Á neðri myndinni er stangarstökkvarinn Sergei Bubka.
Athugasemdir