Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

874. spurningaþraut: Bos taurus og Bosporus

874. spurningaþraut: Bos taurus og Bosporus

Fyrri aukaspurning:

Hvaða vinalega fyrirbæri er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða dýrategund hefur latneska fræðiheitið bos taurus?

2.  En hvaða stórborg er við syðri enda sundsins Bosporus?

3.  Hvaða persóna Halldórs Laxness var kölluð „hið ljósa man“?

4.  Hvaða menningarfélag var stofnað í Reykjavík 1937 og hafði þann yfirlýsta tilgang að útbreiða menningarsýn vinstri manna?

5.  Eystrasaltsríkin þrjú — Eistland, Lettland og Litháen — urðu sjálfstæð ríki í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. En hvaða ár misstu þau sjálfstæði sitt?

6.  Í hvaða hluta Afríku býr Zulu-þjóðin?

7.  Hvað kallast halloween nú yfirleitt á íslensku?

8.  Enska orðið halloween er hins vegar samdráttur af All Hallows' Eve. Merking þeirra orða á íslensku er ... hvað?

9.  Í hvaða landi í veröldinni eru flestir fangar, bæði hlutfallslega og í reynd?

10.  Þegar Evrópumenn fóru að kanna heiminn á 15. öld og næstu aldirnar, þá hittu þeir fyrir allskonar fólk með allskonar siði. Fólk gekk til dæmis mjög misjafnlega til fara. Aðeins á einum stað gekk allt fólk þó um algjörlega klæðlaust öllum stundum. Hvaða fólk var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver hleypur þar svo knálega með stöngina sína?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nautgripir.

2.  Istanbúl.

3.  Snæfríður.

4.  Mál og menning.

5.  1940.

6.  Suðurhluta Afríku.

7.  Hrekkjavaka.

8.  Allra heilagra kvöld, eða allra heilagra messa.

9.  Bandaríkjunum.

10.  Frumbyggjar Ástralíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skrímslið úr geimmyndunum um Alien.

Á neðri myndinni er stangarstökkvarinn Sergei Bubka.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár