Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Þetta fólk er fórnarlömb verðbólgunnar“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri seg­ir vaxta­hækk­an­ir koma til af góðu. „Þetta er að ganga miklu bet­ur hjá okk­ur,“ seg­ir hann. „Vís­bend­ing­ar um að hag­kerf­ið sé að of­hitna”, seg­ir að­al­hag­fræð­ing­ur bank­ans. „Þetta fólk er fórn­ar­lömb verð­bólg­unn­ar,“ seg­ir Ás­geir.

„Þetta fólk er fórnarlömb verðbólgunnar“
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir þörf á neikvæðri nálgun vegna hitans í hagkerfinu. Mynd: Davíð Þór

Nú þegar Seðlabankinn hefur hækkað vexti um 0,75% segir seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson að hækkunin komi til af góðum ástæðum í þetta sinn. Á fundi peningastefnunefndar í morgun endurtók Ásgeir skilaboðin fjórum sinnum, „okkur er að ganga mjög vel“. Á fundinum birtist skýrt að tvær hliðar eru á peningnum þegar litið er til ástands hagkerfis Íslands.

„Þessi aukna verðbólga sem við erum að spá stafar af því að hagvaxtarhorfurnar eru alltaf að batna. Þetta er að ganga miklu betur hjá okkur. Og það er í sjálfu sér alveg ömurlegt fag að vera í hagfræði, vegna þess að jákvæðar fréttir verða alltaf neikvæðar hjá okkur. Síðustu fjóra fjórðunga, kerfið er búið að vaxa um tíu present á hverjum fjórðungi. Og þá þurfum við að hækka vexti og vera neikvæð,“ sagði hann, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

Hagkerfið ofhitnar

Um leið og verðlag „hækkar verulega“ og vaxtagreiðslur fólks aukast, samhliða því að laun hafa hækkað um 8% síðasta árið, lýsir peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðnu lúxusvandamáli.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, bendir á að met hafa verið slegin. „Það eru vísbendingar um að hagkerfið sé að ofhitna,“ sagði Þórarinn í morgun.

Störfum fjölgar um 8% á milli ára, fyrirtæki „í vandræðum með að fá fólk í vinnu“ og „vinnuvikan er tekin að lengjast aftur í fyrsta sinn frá því 2019“, benti Þórarinn á.  Á sama tíma eykst svartsýni og almenningur gerir ráð fyrir meiri verðbólgu. 

„Við erum með metfjölda af túristum sem eru að reyna ansi mikið á innlenda resorsa,“ sagði Þórarinn.

Ein vísbendingin um hitann í hagkerfinu er það sem hagfræðingarnir kalla „innflutning vinnuafls“.

„Hrein aukning á erlendum ríkisborgurum var yfir 3.500 sem er það mesta sem hefur mælst frá upphafi mælinga,“ segir Þórarinn.

Um er að ræða að stórum hluta fólk sem kemur til starfa í ferðaþjónustu. Spurður út í það hvort lágtekjufólk hefði ekki fengið verulega raunlaunahækkun að undanförnu - að laun hafi hækkað langt umfram verðbólguna - sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að lágtekjufólk færi verst út úr verðbólgunni og að horfa þyrfti á samhengi framhaldsins. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár