Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þetta fólk er fórnarlömb verðbólgunnar“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri seg­ir vaxta­hækk­an­ir koma til af góðu. „Þetta er að ganga miklu bet­ur hjá okk­ur,“ seg­ir hann. „Vís­bend­ing­ar um að hag­kerf­ið sé að of­hitna”, seg­ir að­al­hag­fræð­ing­ur bank­ans. „Þetta fólk er fórn­ar­lömb verð­bólg­unn­ar,“ seg­ir Ás­geir.

„Þetta fólk er fórnarlömb verðbólgunnar“
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir þörf á neikvæðri nálgun vegna hitans í hagkerfinu. Mynd: Davíð Þór

Nú þegar Seðlabankinn hefur hækkað vexti um 0,75% segir seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson að hækkunin komi til af góðum ástæðum í þetta sinn. Á fundi peningastefnunefndar í morgun endurtók Ásgeir skilaboðin fjórum sinnum, „okkur er að ganga mjög vel“. Á fundinum birtist skýrt að tvær hliðar eru á peningnum þegar litið er til ástands hagkerfis Íslands.

„Þessi aukna verðbólga sem við erum að spá stafar af því að hagvaxtarhorfurnar eru alltaf að batna. Þetta er að ganga miklu betur hjá okkur. Og það er í sjálfu sér alveg ömurlegt fag að vera í hagfræði, vegna þess að jákvæðar fréttir verða alltaf neikvæðar hjá okkur. Síðustu fjóra fjórðunga, kerfið er búið að vaxa um tíu present á hverjum fjórðungi. Og þá þurfum við að hækka vexti og vera neikvæð,“ sagði hann, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.

Hagkerfið ofhitnar

Um leið og verðlag „hækkar verulega“ og vaxtagreiðslur fólks aukast, samhliða því að laun hafa hækkað um 8% síðasta árið, lýsir peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðnu lúxusvandamáli.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, bendir á að met hafa verið slegin. „Það eru vísbendingar um að hagkerfið sé að ofhitna,“ sagði Þórarinn í morgun.

Störfum fjölgar um 8% á milli ára, fyrirtæki „í vandræðum með að fá fólk í vinnu“ og „vinnuvikan er tekin að lengjast aftur í fyrsta sinn frá því 2019“, benti Þórarinn á.  Á sama tíma eykst svartsýni og almenningur gerir ráð fyrir meiri verðbólgu. 

„Við erum með metfjölda af túristum sem eru að reyna ansi mikið á innlenda resorsa,“ sagði Þórarinn.

Ein vísbendingin um hitann í hagkerfinu er það sem hagfræðingarnir kalla „innflutning vinnuafls“.

„Hrein aukning á erlendum ríkisborgurum var yfir 3.500 sem er það mesta sem hefur mælst frá upphafi mælinga,“ segir Þórarinn.

Um er að ræða að stórum hluta fólk sem kemur til starfa í ferðaþjónustu. Spurður út í það hvort lágtekjufólk hefði ekki fengið verulega raunlaunahækkun að undanförnu - að laun hafi hækkað langt umfram verðbólguna - sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að lágtekjufólk færi verst út úr verðbólgunni og að horfa þyrfti á samhengi framhaldsins. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár