Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Verðbólga versnar og vextir hækkaðir um 0,75% í dag

Verð­bólga og hag­vöxt­ur aukast, sam­kvæmt nýrri yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans. Hækk­un meg­in­vaxta Seðla­bank­ans leið­ir af sér tug­þús­unda hækk­un á greiðsl­um af dæmi­gerðu óverð­tryggðu hús­næð­is­láni.

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri talaði fyrir mikilli vaxtalækkun eftir að hann kom til embættis, en hefur í kjölfar verðbólgubylgju tekið ákvarðanir ásamt peningastefnunefnd bankans um að hækka þá jafnt og þétt.

Tugþúsunda hækkun getur orðið af mánaðargreiðslu óverðtryggðs húsnæðisláns með breytilega vexti, í kjölfar þess að peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í dag að hækka vexti bankans um 0,75%. 

Með þessu fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 4,75% í 5,5%. 

Vegna „þróttmeiri einkaneyslu og hraðari bata í ferðaþjónustu“ er fyrirséð að hagvöxtur á Íslandi verði 6% í ár, frekar en 4,7% eins og spáð hafði verið í síðustu þjóðhagsspá Seðlabankans í maí.

„Verðbólguhorfur hafa áfram versnað. Verðbólga jókst í júlí og mældist 9,9%. Gert er ráð fyrir að hún nái hámarki undir lok ársins í tæplega 11%. Verri verðbólguhorfur endurspegla kröftugri umsvif í þjóðarbúskapnum en gert var ráð fyrir í maí og þrálátari hækkanir á húsnæðismarkaði auk meiri alþjóðlegrar verðbólgu. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað enn frekar á flesta mælikvarða,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Fyrirséð er að vextir muni halda áfram að hækka enn meira. Undirliggjandi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár