Tugþúsunda hækkun getur orðið af mánaðargreiðslu óverðtryggðs húsnæðisláns með breytilega vexti, í kjölfar þess að peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í dag að hækka vexti bankans um 0,75%.
Með þessu fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 4,75% í 5,5%.
Vegna „þróttmeiri einkaneyslu og hraðari bata í ferðaþjónustu“ er fyrirséð að hagvöxtur á Íslandi verði 6% í ár, frekar en 4,7% eins og spáð hafði verið í síðustu þjóðhagsspá Seðlabankans í maí.
„Verðbólguhorfur hafa áfram versnað. Verðbólga jókst í júlí og mældist 9,9%. Gert er ráð fyrir að hún nái hámarki undir lok ársins í tæplega 11%. Verri verðbólguhorfur endurspegla kröftugri umsvif í þjóðarbúskapnum en gert var ráð fyrir í maí og þrálátari hækkanir á húsnæðismarkaði auk meiri alþjóðlegrar verðbólgu. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað enn frekar á flesta mælikvarða,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.
Fyrirséð er að vextir muni halda áfram að hækka enn meira. Undirliggjandi …
Athugasemdir