Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lýstu áhyggjum af lág- og millistétt

Al­menn­ing­ur á vappi í Kringl­unni lýs­ir því hvernig staða sam­fé­lags­legs jöfn­uð­ar blas­ir við hon­um og deil­ir hug­mynd­um sín­um að úr­bót­um.

Finnst þér ójöfnuður áberandi í íslensku samfélagi – og hvernig birtist það? Þessari spurningu var beint að vegfarendum sem valdir voru af handahófi. Flestir sögðu svo vera og tilefni væri til aðgerða. Kallað var eftir hækkunum á lægstu launum, breytingum á skattkerfi og lokunum á skattasmugum. 

Síhverfandi millistéttSólmundur vill sjá millistéttina blómstra en óttast að hún eigi á hættu að hverfa eins og staðan er í dag.

Sólmundur Ósk Hálfdáns, 28 ára, rafvirki segir að ójöfnuður í íslensku samfélagi birtist helst í stéttaskiptingu. „Ójöfnuður er á milli stétta. Millistéttin í landinu er að minnka með hverjum einasta degi.

Sólmundur vill helst grípa til aðgerða til að draga úr stéttaskiptingu. „Í fyrsta lagi mætti hækka lægstu laun til að byrja að byggja aftur upp millistéttina. Eins þyrfti að loka á ákveðnar skattasmugur sem fólk nýtir til að komast undan því að greiða þann pening sem það á að borga, svo ríkið geti stutt við þá sem þurfa mest á því að halda.

Draumurinn er að fá borgaralaun, en þá þyrfti sterkara skattkerfi.“

Sátt með launakvótann.Ragnheiður trúir á þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í innan samfélagsins er varða bætt kynjahlutföll á vinnustöðum.

Ragnheiður Linnet, 23, nemi og starfmaður í Auganu segir að ójöfnuður sé áberandi og birtist aðallega í forréttindum hvítra og ójafnrétti kynjanna. Hún vill að samfélagið haldi áfram að vinna að úrbótum sem nú þegar er verið að innleiða, svo sem kynjakvóta. „Það ætti einnig að skoða og leiðrétta launamismun eftir kynhneigð.“

Ekki samdauna misskiptingunni.„Það þarf að minnka þennan mun.”

Valgeir Guðmundsson, 70 ára, strætóbílstjóri og blikksmiður telur að það sé mikil misskipting í þjóðfélaginu. „Það er til fólk sem hefur nóga peninga og svo er mikið af fólki sem á enga peninga.“

Valgeir segir hægt að fara ýmsar leiðir til úrbóta. „Hækka persónuafsláttinn til dæmis, það myndi muna láglaunafólki miklu. Það þarf að minnka þennan mun.“

Skattfríðindi fyrir láglaunafólk.Halldóra er sátt við lífið en er þó meðvituð um fólk sem er verr statt en hún.

Halldóra Sigmundsdóttir, 82 ára, verkakona hefur yfir engu að kvarta. „Mér finnst lífið nú bara nokkuð gott.“ Halldóra sagði þó að það mætti bæta hlutskipti fátækasta fólksins, til að mynda með skattafríðindum.

Spáir ekki í ójöfnuðValdimar vill ekki dvelja í reiðinni.

Valdimar Tómasson, 51 árs, ljóðskáld segir óþarft að velta sér upp úr því sem ekki er hægt að breyta, en ójöfnuður hafi alltaf fylgt samfélagsskipan manna. „Ójöfnuður er bara svo eðlilegur að maður kippir sér ekkert upp við hann. Ég eyði ekki orku minni í þá reiði.“ Hann viðurkennir þó að hann myndi bregðast öðruvísi við ef hann vissi hvað hægt væri að gera til að draga úr ójöfnuði.

Bætt aðgengiAð starfa með fötluðu fólki hefur vakið upp vitund Bryndísar á því hvað samfélagið gerir almennt litla grein fyrir skjólstæðingum hennar.

Bryndís Steinþórsdóttir, 22 ára, í starfi hjá Reykjadal. „Ég er í starfi hjá Reykjadal og get sagt að ég finn fyrir ójöfnuði gagnvart fötluðu fólki. Samfélagið er byggt fyrir okkur hin en ekki fyrir fatlaða. Það ætti að gera hlutina aðgengilegri fyrir fatlað fólk, til dæmis þá sem nota hjólastóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Danielsson skrifaði
    Úff hvað fólk er grunnt og er lokað í sínum eigin heimi þar sem aðeins hlutir sem snúa að því sjálfu skipta máli.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár