Í Biblíunni, opinberu og heilögu trúarriti hinnar íslensku þjóðkirkju, sem ríkisvaldið – það er að segja við öll, hvort sem við tilheyrum þjóðkirkjunni eða ekki – höfum heitið því í stjórnarskrá okkar að „styðja og vernda“, í þessu trúarriti okkar allra, sem sagt, þar er hvergi að finna nokkurn ritningarstað þar sem því er lýst yfir afdráttarlaust að samkynhneigt fólk og hvað þá aðra hinsegin skuli gútera og virða eins og alla aðra.
Þar er að vísu, og sér í lagi í seinni partinum, að finna staði þar sem trúarhöfundar Biblíunnar lýsa því yfir að við skulum elska náungann og það má vissulega túlka þannig að við eigum að elska ALLA náunga okkar og þar á meðal alla hinsegin. Þurfa þeir Jesús (allt karlmenn náttúrlega) þá nokkuð að taka hinsegin fólk sérstaklega út fyrir sviga og lýsa yfir stuðningi sínum við það?
„Þeir skulu líflátnir verða“
Jú, það hefði verið heppilegra ef Jesú hefði nú gert það, og hefði reyndar legið beint við, þar sem í Biblíunni er að finna þó nokkra staði þar sem sérstaklega er ráðist að samkynhneigðum.
Í 3. Mósebók (Leviticus) er að finna tvo alræmda kafla af því tagi. Í þeim fyrri er samkynhneigð karlmanna lögð að jöfnu við dýraníð:
„Ég er Drottinn. Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð. Þú skalt ekki eiga samlag við nokkra skepnu, svo að þú saurgist af. Né heldur skal kona standa fyrir skepnu til samræðis við hana. Það er svívirðing.“ (3Mós, 18, 22-23)
Og í þeim seinni fellur dómur guðs yfir samkynhneigðum:
„Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ (3Mós, 20, 13)
Og þú líka, Páll minn?
Og vilji menn nú líta svo á að þetta sé nú bara úrelt röfl úr Gamla testamentinu, þá má líka finna í því nýrra sitt af hverju ófagurt. Í 13. kapítula Fyrra Kórintubréfs Páls postula er að finna lofgjörðina frægu til kærleikans, en sjö köflum framar í bréfinu kemur þó fram að kærleikurinn virðist ekki ná til allra:
„Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.“ (1Kór, 6, 9-10)
Og þótt Jesús sjálfur sæi bersýnilega ástæðu til að taka upp hanskann fyrir ýmsa atyrta hópa eins og skattheimtumenn og bersyndugar konur, þá sá hann enga ástæðu til að nefna hinsegin fólk og hefur það þó verið þá – sem löngum síðar – í hópi okkar „minnstu bræðra og systra“.
Því talaði Jesús ekki gegn þrælahaldi?
Jesús sá reyndar heldur ekki ástæðu til að lýsa andúð sinni á þrælahaldi því sem þá viðgekkst. Ýmsir af „þjónum“ þeim sem hann talar um í dæmisögum og orðskviðum eru í raun þrælar, þótt hann noti aldrei tækifærið til að lýsa andstyggð sinni á því fyrirbæri.
Hvers vegna? Var of djarft jafnvel fyrir Jesú að lýsa stuðningi sínum og samúð með hinsegin fólk og þrælum?
En því er ég að fara yfir þessa gömlu lúnu ritningarstaði að í því bakslagi gegn hinsegin fólki sem nú er hafið – og fleiri jaðarsettum hópum og allt knúið áfram meðal annars af misskilinni herferð „tjáningarfrelsispostula“ gegn „góða fólkinu“ og „pólitískri rétthugsun“ – þá er nú þegar farið að veifa þessum fyrrnefndu ritningarstöðum eins og augljóst mátti vera í Grafarvogskirkju á dögunum.
Og nú ber vissulega að virða viðbrögð Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests í þeirri kirkju, sem fordæmdi afdráttarlaust það sem þar var gert, en verður kirkjan – sem við öll erum skyldug til að styðja og vernda, líka ég, sem er ekki í kirkjunni – verður hún ekki að ganga lengra?
Mannakorn sem hljóma vel
Verður hún ekki að horfast af algjörri einurð í augu við bókina sína?
Hætta að tína úr henni stök mannakorn sem hljóma vel en þykjast ekki sjá alla „viðurstyggðina“?
Því sá sem krotaði á tröppur kirkjunnar, hann hefur að vissu leyti rétt fyrir sér. Þetta stendur sannarlega í Biblíunni – að lífláta skuli samkynhneigða.
Til hvers er kirkjan yfirleitt enn að druslast með Gamla testamentið sem opinbert trúarrit sitt? – því það er Gamla testamentið enn, hvað sem líður muldri frjálslyndari presta um að ekki skuli taka „bókstaflega“ sitthvað sem þar stendur?
Og af hverju lesa prestar búlduleitir af kærleika 13. kapítula Fyrra Kórintubréfs en láta sem þeir þekki ekki 6. kapítulann?
Hvernig er það, voru kynfæri karlmanna nokkuð hugsuð til þess að búa til einhverskonar kleinuhringi inni í rassinum á öðrum karlmanni?
Jú,jú við eigum að elska syndara, en ekki syndir eða svoleiðis nokkuð.
Illugi notar hér líka eldri þýðingu sem kveður fastar og meiðandi að orði, en nýjasta og réttasta (?) þýðing versanna er: "9 Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, 10 enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki."
Og hvers vegna ættu slíkir að erfa Guðs ríki - eða VILJA yfirleitt erfa Guðs ríki? Ætli þeim finnist sú tilhugsun spennandi, vilja þeir ekki bara vera í sinni girnd og fíkn?
Þórbergur lét Guð "breyta skipulaginu" í einni af smásögum sínum, virtist vera eitthvað ósáttur við það. Illugi virðist líka löngum vera ósáttur við skikkan Guðs ríkis, amk eins og hún birtist í Biblíunni. Spyrja má: Ef þú værir nú hann Guð, Illugi, hvernig myndirðu þá breyta skipulaginu? 😉
Að lokum má benda á breytta tíma (og jarðneskt skipulag!) Páll er þarna einn fyrsti boðberi breytts skipulags (!) í fjandsamlegum heimi. Hann hefði kannski talað (og hugsað) ögn öðruvísi í dag - en við eigum krafti og beinskeytni hans mikið að þakka. En/og víst er að hann var ekki alvitur, blessaður, þótt hann væri löðrandi í heilögum anda. Góðar (og guðrækilegar) stundir!
Enda hafa flest trúarbrögð sama guðinn ef hann er þá til hefur ekki verið sannað af neinum manni . Þeir sem trúa á guð hvaða nafni sem guðin nefnist bera guðinn bara í hjartanu og þaðan er kaerlaikurinn uppruninn ,ekki í einhverju mannvirki sem misvitrir og vondir prestar ennhvers tilbúins guðs hafa bygtt fyrir blóð þraela í genum tiðina . Enda á tímabili fraelar sjálfsagt mál baði kirkjunar manna og annara fasista . Og af því kirkjunar menn eru alltaf hliðholir hveri ríkisstjórn eða kóngi/kesarar eða bara einraðisherra eins og tiðkast meðal fasista í dag, geta þeir ekki annað en fylgt yfirboðara sínum og hafa þess vegna öðlast ólíðraeðisleg völd yfir saklausu fólki ,Og hafa notað helvít sem hraeðsluáróður ...Er helvíti eða himnaróiki til eða hvað? .Er ekki bara halvíti og himanríki hugarfóstur manna sem eru íllmenni eða góðir menn með góða áru . Spður sá sem ekki vait en hfur góða aru sem gefur til baka ef því er að skipta og sá árugóði verður ekkert var við það ,enda eingin þörf á endur greðslu ef menn eru kaerleiks rikir . BETRA ER AÐ GEFA EN ÞYGGJA SAGÐI EINHVAR GÓÐUR MAÐUR .PRÓFAÐU BARA NÁGRANI
Það er m.a. til að sýna tengingu Jesúsar Krists við Davíð konung. Svokallaðir sálmar hans eru í hávegum hafðir af Kirkjunni þótt Davíð hafi ekki verið allur þar sem hann var séður.