Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“

Formað­ur Reið­hjóla­bænda seg­ir ör­yggi hjól­reiða­fólks hætt kom­ið, bæði á þjóð­veg­um og í þétt­býli. Lög­legt sé til dæm­is að taka fram úr reið­hjóli á blind­hæð og van­þekk­ing sé með­al öku­manna um þær um­ferð­ar­regl­ur sem gilda. Sam­stillt átak þurfi til að stöðva fjölg­un slysa óvar­inna veg­far­enda.

Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Birgir Birgisson Formaður Reiðhjólabænda hefur birt fjölda myndbanda sem sýna glæfralegan akstur nærri hjólreiðafólki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrátt fyrir að hjólreiðamenning hafi eflst undanfarin ár standa gallar á umferðarlögum og vanþekking ökumanna á reglum í vegi fyrir því að öryggi hjólreiðamanna sé tryggt. Þetta segir Birgir Birgisson, formaður samtakanna Reiðhjólabænda. Fjöldi myndbanda er til af félagsmönnum þeirra í umferðinni þar sem ökumenn taka glæfralega fram úr reiðhjóli án þess að 1,5 metra hliðarbil sé tryggt eins og lög segja til um.

Slysum í umferðinni á fólki á reiðhjólum og rafhjólum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og hefur fjöldi slasaðra meira en tvöfaldast síðasta áratug. Alls 241 úr þeim hópi slasaðist eða lést í umferðinni í fyrra, en til samanburðar voru það 164 árið áður og aðeins 89 árið 2012, samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. Stór hluti aukningarinnar er vegna slysa á fólki á rafmagnshlaupahjólum og fór fjöldi slysa á þeim fram úr slysum á hjólreiðafólki í fyrra.

Í könnun stofnunarinnar á aksturshegðun Íslendinga frá því í fyrra kemur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • WH
    Willard Helgason skrifaði
    Fjandans bull er þetta hef hjólað tölvert við Laugarvatn og Reyki í og Svinavatn íJúli, ekkert vesen þar í traffíkinni, einn vælarinn enn.
    -2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ég hjóla mikið og er ekki með lífið í lúkunum enda stunda ég ekki að hjóla nálægt bílum á fjölförnum umferðaræðum í von um að að ná mynd af áhættuhegðun annara. Þessir menn eru bara að leita að vandræðum. Þeir eru nýhættir að standa í keppni um pláss á götunum við strætó.
    -1
    • Birgir Birgisson skrifaði
      Myndskeiðin eru samansafn atvika yfir 2,5 ár og rúmlega það. Þú skrifar "Nýhættir".
      Hvenær nákvæmlega var það, að þínu mati?
      Og hvernig getur þú nokkuð vitað um við hvaða tækifæri upptökurnar eru gerðar?
      1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Sýnist við þurfa að setja reglur um stöðu leiguhjóla á göngustígum og gera eigendur ábyrga fyrir þessum leiguhjólum hvar sem er ? Eins og ástandið er í dag gengur ekki ?
    -1
    • Birgir Birgisson skrifaði
      Rétt, en það er allt önnur umræða sem væri betra að eiga annars staðar á öðrum tíma.
      1
  • GLL
    Guðmundur Logi Lárusson skrifaði
    Nauðsynlegt að sýna hjólreiðafólki tillitssemi, en hvað með að sumt hjólafólk sýni gangandi fólki á stígum líka tillitssemi ? Hjólarar hafa strokist við handlegginn á mér þegar þeir fóru framhjá, á hraða sem er varla eðlilegur innan um gangandi fólk á gangstígum.
    2
    • Birgir Birgisson skrifaði
      Hjólreiðafólk á að sýna gangandi vegfarendum fulla tillitssemi, alltaf, alls staðar, án undantekninga. Því miður er ekki allt hjólreiðafólk með nægan skilning á því en við reynum að leiðbeina sem flestum og ítekum þetta við byrjendur í hjólreiðum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár