Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“

Formað­ur Reið­hjóla­bænda seg­ir ör­yggi hjól­reiða­fólks hætt kom­ið, bæði á þjóð­veg­um og í þétt­býli. Lög­legt sé til dæm­is að taka fram úr reið­hjóli á blind­hæð og van­þekk­ing sé með­al öku­manna um þær um­ferð­ar­regl­ur sem gilda. Sam­stillt átak þurfi til að stöðva fjölg­un slysa óvar­inna veg­far­enda.

Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Birgir Birgisson Formaður Reiðhjólabænda hefur birt fjölda myndbanda sem sýna glæfralegan akstur nærri hjólreiðafólki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrátt fyrir að hjólreiðamenning hafi eflst undanfarin ár standa gallar á umferðarlögum og vanþekking ökumanna á reglum í vegi fyrir því að öryggi hjólreiðamanna sé tryggt. Þetta segir Birgir Birgisson, formaður samtakanna Reiðhjólabænda. Fjöldi myndbanda er til af félagsmönnum þeirra í umferðinni þar sem ökumenn taka glæfralega fram úr reiðhjóli án þess að 1,5 metra hliðarbil sé tryggt eins og lög segja til um.

Slysum í umferðinni á fólki á reiðhjólum og rafhjólum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og hefur fjöldi slasaðra meira en tvöfaldast síðasta áratug. Alls 241 úr þeim hópi slasaðist eða lést í umferðinni í fyrra, en til samanburðar voru það 164 árið áður og aðeins 89 árið 2012, samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. Stór hluti aukningarinnar er vegna slysa á fólki á rafmagnshlaupahjólum og fór fjöldi slysa á þeim fram úr slysum á hjólreiðafólki í fyrra.

Í könnun stofnunarinnar á aksturshegðun Íslendinga frá því í fyrra kemur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • WH
    Willard Helgason skrifaði
    Fjandans bull er þetta hef hjólað tölvert við Laugarvatn og Reyki í og Svinavatn íJúli, ekkert vesen þar í traffíkinni, einn vælarinn enn.
    -2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ég hjóla mikið og er ekki með lífið í lúkunum enda stunda ég ekki að hjóla nálægt bílum á fjölförnum umferðaræðum í von um að að ná mynd af áhættuhegðun annara. Þessir menn eru bara að leita að vandræðum. Þeir eru nýhættir að standa í keppni um pláss á götunum við strætó.
    -1
    • Birgir Birgisson skrifaði
      Myndskeiðin eru samansafn atvika yfir 2,5 ár og rúmlega það. Þú skrifar "Nýhættir".
      Hvenær nákvæmlega var það, að þínu mati?
      Og hvernig getur þú nokkuð vitað um við hvaða tækifæri upptökurnar eru gerðar?
      1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Sýnist við þurfa að setja reglur um stöðu leiguhjóla á göngustígum og gera eigendur ábyrga fyrir þessum leiguhjólum hvar sem er ? Eins og ástandið er í dag gengur ekki ?
    -1
    • Birgir Birgisson skrifaði
      Rétt, en það er allt önnur umræða sem væri betra að eiga annars staðar á öðrum tíma.
      1
  • GLL
    Guðmundur Logi Lárusson skrifaði
    Nauðsynlegt að sýna hjólreiðafólki tillitssemi, en hvað með að sumt hjólafólk sýni gangandi fólki á stígum líka tillitssemi ? Hjólarar hafa strokist við handlegginn á mér þegar þeir fóru framhjá, á hraða sem er varla eðlilegur innan um gangandi fólk á gangstígum.
    2
    • Birgir Birgisson skrifaði
      Hjólreiðafólk á að sýna gangandi vegfarendum fulla tillitssemi, alltaf, alls staðar, án undantekninga. Því miður er ekki allt hjólreiðafólk með nægan skilning á því en við reynum að leiðbeina sem flestum og ítekum þetta við byrjendur í hjólreiðum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár