Í grein minni í síðasta tölublaði Stundarinnar fjallaði ég um ný viðhorf til verkaskiptingar almannavalds og einkaframtaks. Kjarni máls míns var þessi: Þegar einkaframtakið fer illa að ráði sínu getur almannavaldið þurft að taka í taumana og gerir það iðulega, eins og til dæmis þegar skattgreiðendur þurftu að endurreisa fallna banka eftir hrun.
Þetta er gömul saga og ný. Einn höfuðkostur blandaðs hagkerfis er einmitt sveigjanleg verkaskipting milli einkarekstrar og ríkisrekstrar eftir atvikum. Hallarekstur eða ófullnægjandi þjónusta ríkisfyrirtækis geta gefið tilefni til einkavæðingar. Með líku lagi geta gjaldþrot eða lögbrot einkafyrirtækis gefið réttmætt tilefni til þjóðnýtingar eða niðurlagningar eins og mörg dæmi vitna einnig um.
Brezka heilbrigðiskerfið í uppnámi
Í greininni sagði ég meðal annars: „Varla nokkrum manni dettur í hug að selja brezka heilbrigðiskerfið (National Health Service) í hendur einkaframtaksins þótt járnbrautir og ýmislegt annað hafi verið flutt aftur úr ríkisrekstri í einkarekstur.“ Þetta reyndist þó ekki rétt og …
Athugasemdir (1)