Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

807. spurningaþraut: Hljómsveit, tónskáld, skáld, rithöfundur, tvær höfuðborgir

807. spurningaþraut: Hljómsveit, tónskáld, skáld, rithöfundur, tvær höfuðborgir

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá tölvulíkan af ... hvaða konu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða íslenska hljómsveit gaf árið 1976 út plötuna Tivolí?

2.  Hvaða tónskáld samdi á árunum 1718-1720 fjóra fiðlukonserta sem ganga undir nafninu Árstíðirnar fjórar?

3.  Medúsa hét skáldahópur einn sem nokkuð bar á á árunum upp úr 1980. Hvaða listastefnu kenndu Medúsu-skáldin sig við?

4.  En hver var annars hin upphaflega Medúsa?

5.  Hvar var höfuðborg Vestur-Þýskalands með það ríki var enn við lýði?

6.  En hver var höfuðborg Austur-Þýskalands?

7.  Hvaða skáldsaga Halldórs Laxness er óhætt að segja að hafi náð mestri útbreiðslu utanlands?

8.  Árið 1875 var mikið eldgos á Íslandi og hafði í för með mikið öskufall sums staðar á landinu. En hvar gaus?

9.  Sigurverkið — svo heitir söguleg skáldsaga sem kom út í fyrra og er eftir höfund sem er nú kunnari fyrir aðra sort af bókmenntum. Hver er þessi höfundur?

10.  Verðlaun eru árlega veitt fyrir ýmsar listgreinar. Flest eru einfaldlega nefnd eftir viðkomandi listgreinum, svo  sem íslensku bókmenntaverðlaunin og íslensku tónlistarverðlaunin, en leiklistar- og kvikmyndaverðlaunin heita sérstökum nöfnum. Hver eru þau bæði?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan sem hér hefur nýtekið við stúdentshúfu sinni fyrir um 40 árum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stuðmenn.

2.  Vivaldi

3.  Súrrealisma.

4.  Forngrískt skrímsli. Það má líka segja norn, þó það sé í rauninni ekki nákvæmlega rétt, ef Forn-Grikkland fylgir með í kaupunum.

5.  Bonn.

6.  Berlín, Austur-Berlín.

7.  Sjálfstætt fólk.

8.  Askja.

9.  Arnaldur Indriðason.

10.  Kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun heita Edda, leikhúsverðlaunin Gríma.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er ... stúlkan með perlueyrnalokkinn sem prýðir frægt málverk Vermeer.

Stúdínan á neðri myndinni er Alma Möller, síðar landlæknir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár