Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

807. spurningaþraut: Hljómsveit, tónskáld, skáld, rithöfundur, tvær höfuðborgir

807. spurningaþraut: Hljómsveit, tónskáld, skáld, rithöfundur, tvær höfuðborgir

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá tölvulíkan af ... hvaða konu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða íslenska hljómsveit gaf árið 1976 út plötuna Tivolí?

2.  Hvaða tónskáld samdi á árunum 1718-1720 fjóra fiðlukonserta sem ganga undir nafninu Árstíðirnar fjórar?

3.  Medúsa hét skáldahópur einn sem nokkuð bar á á árunum upp úr 1980. Hvaða listastefnu kenndu Medúsu-skáldin sig við?

4.  En hver var annars hin upphaflega Medúsa?

5.  Hvar var höfuðborg Vestur-Þýskalands með það ríki var enn við lýði?

6.  En hver var höfuðborg Austur-Þýskalands?

7.  Hvaða skáldsaga Halldórs Laxness er óhætt að segja að hafi náð mestri útbreiðslu utanlands?

8.  Árið 1875 var mikið eldgos á Íslandi og hafði í för með mikið öskufall sums staðar á landinu. En hvar gaus?

9.  Sigurverkið — svo heitir söguleg skáldsaga sem kom út í fyrra og er eftir höfund sem er nú kunnari fyrir aðra sort af bókmenntum. Hver er þessi höfundur?

10.  Verðlaun eru árlega veitt fyrir ýmsar listgreinar. Flest eru einfaldlega nefnd eftir viðkomandi listgreinum, svo  sem íslensku bókmenntaverðlaunin og íslensku tónlistarverðlaunin, en leiklistar- og kvikmyndaverðlaunin heita sérstökum nöfnum. Hver eru þau bæði?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan sem hér hefur nýtekið við stúdentshúfu sinni fyrir um 40 árum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stuðmenn.

2.  Vivaldi

3.  Súrrealisma.

4.  Forngrískt skrímsli. Það má líka segja norn, þó það sé í rauninni ekki nákvæmlega rétt, ef Forn-Grikkland fylgir með í kaupunum.

5.  Bonn.

6.  Berlín, Austur-Berlín.

7.  Sjálfstætt fólk.

8.  Askja.

9.  Arnaldur Indriðason.

10.  Kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun heita Edda, leikhúsverðlaunin Gríma.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er ... stúlkan með perlueyrnalokkinn sem prýðir frægt málverk Vermeer.

Stúdínan á neðri myndinni er Alma Möller, síðar landlæknir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár