Fyrri aukaspurning:
Hér að ofan má sjá tölvulíkan af ... hvaða konu?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða íslenska hljómsveit gaf árið 1976 út plötuna Tivolí?
2. Hvaða tónskáld samdi á árunum 1718-1720 fjóra fiðlukonserta sem ganga undir nafninu Árstíðirnar fjórar?
3. Medúsa hét skáldahópur einn sem nokkuð bar á á árunum upp úr 1980. Hvaða listastefnu kenndu Medúsu-skáldin sig við?
4. En hver var annars hin upphaflega Medúsa?
5. Hvar var höfuðborg Vestur-Þýskalands með það ríki var enn við lýði?
6. En hver var höfuðborg Austur-Þýskalands?
7. Hvaða skáldsaga Halldórs Laxness er óhætt að segja að hafi náð mestri útbreiðslu utanlands?
8. Árið 1875 var mikið eldgos á Íslandi og hafði í för með mikið öskufall sums staðar á landinu. En hvar gaus?
9. Sigurverkið — svo heitir söguleg skáldsaga sem kom út í fyrra og er eftir höfund sem er nú kunnari fyrir aðra sort af bókmenntum. Hver er þessi höfundur?
10. Verðlaun eru árlega veitt fyrir ýmsar listgreinar. Flest eru einfaldlega nefnd eftir viðkomandi listgreinum, svo sem íslensku bókmenntaverðlaunin og íslensku tónlistarverðlaunin, en leiklistar- og kvikmyndaverðlaunin heita sérstökum nöfnum. Hver eru þau bæði?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan sem hér hefur nýtekið við stúdentshúfu sinni fyrir um 40 árum?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Stuðmenn.
2. Vivaldi
3. Súrrealisma.
4. Forngrískt skrímsli. Það má líka segja norn, þó það sé í rauninni ekki nákvæmlega rétt, ef Forn-Grikkland fylgir með í kaupunum.
5. Bonn.
6. Berlín, Austur-Berlín.
7. Sjálfstætt fólk.
8. Askja.
9. Arnaldur Indriðason.
10. Kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun heita Edda, leikhúsverðlaunin Gríma.
***
Svör við aukaspurningum:
Konan á efri myndinni er ... stúlkan með perlueyrnalokkinn sem prýðir frægt málverk Vermeer.
Stúdínan á neðri myndinni er Alma Möller, síðar landlæknir.
Athugasemdir