Sterk viðbrögð við morðinu á japanska stjórnmálaleiðtoganum

Jap­anska þjóð­in er í áfalli eft­ir að Shinzo Abe, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og sá þaul­setn­asti í sögu lands­ins, var ráð­inn af dög­um á kosn­inga­fundi með heima­gerðu skot­vopni. Slík­ir glæp­ir eru nán­ast óþekkt­ir í Jap­an vegna strangr­ar skot­vopna­lög­gjaf­ar. Á með­an vara frétta­skýrend­ur við að upp­hefja embætt­is­tíð hans, sem hafi ver­ið um­deild, og kín­versk­ir net­verj­ar fagna morð­inu ákaft á sam­fé­lags­miðl­um án þess að yf­ir­völd þar rit­skoði slík skila­boð.

Sterk viðbrögð við morðinu á japanska stjórnmálaleiðtoganum
Mynd: AP

Tíðindin frá Japan eru einhver þau óvæntustu sem lengi hafa borist frá því landi. Ekki hefur verið gerð alvarlegt tilræði við líf stjórnmálaleiðtoga í um þrjátíu ár og engan sakaði í þeim árásum. Þar fyrir utan eru skotvopn nær óaðgengileg almenningi. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir opinberar tölur frá því í fyrra sýna að aðeins 12 glæpir hafi verið framdir þar sem skotvopn komu við sögu og aðeins þrír hafi látist af skotsárum. Meðaltalið er sjö atvik á ári þar sem einhver fellur fyrir skotvopni en í mörgum tilvikum er það af eigin hendi.

Japanska þjóðin telur 125 milljónir. Til samanburðar deyja um 50 þúsund Bandaríkjamenn af völdum skotsára árlega en þar búa vel innan við þrefalt fleiri en í Japan. Væru tölurnar sambærilegar myndu því tæplega tuttugu Bandaríkjamenn vera skotnir til bana á ári en ekki tugþúsundir eins og raunin er. 

Japan hefur lengi verið álitið eitt öruggasta land …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár