Hluthafi í almenningshlutafélaginu Festi leggur til að nafni félagsins verði Sundrung. Tillagan verður tekin fyrir á hluthafafundi félagsins sem fram fer á fimmtudag í næstu viku. Talsverð átök hafa verið á milli hluthafa en Festi er að langstærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, eða um 73 prósent. Ekki kemur fram í dagskrá hluthafafundarins hvaða hluthafi leggur nafnabreytinguna til.
Fram kom í skýrslu tilnefningarnefndar Festar, sem gerði tillögur um stjórnarfólk í félaginu, að ekki hafi tekist að finna málamiðlun um stjórn sem tæki tillit til sjónarmiða flestra hluthafa. „Þegar grannt var skoðað mátti sjá að áherslur í hópi hluthafa, bæði lífeyrissjóða og einkafjárfesta, stönguðust svo mjög á að slík lending væri óraunhæf. Þá er lausnin einfaldlega opin kosning á hluthafafundi með sínum kostum og göllum,“ segir í skýrslunni. Var því gerð tillaga um níu mögulega stjórnarmenn …
ósamkomulag, ósætti
DÆMI: það kom upp sundrung í stjórnmálaflokknum