Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir

Vel á þriðja hundrað kjör­inna full­trúa, ráð­herra og emb­ætt­is­manna hafa á síð­ustu ár­um feng­ið greidd of há laun frá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem studd­ist við rangt við­mið við launa­hækk­an­ir. Sam­tals nem­ur of­greiðsl­an 105 millj­ón­um króna. 45 þess­ara ein­stak­linga eru ekki leng­ur á launa­skrá rík­is­ins. Tólf mán­aða end­ur­greiðslu­áætlun hef­ur ver­ið sam­þykkt.

Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Of hár launatékki Forseti Íslands og þingmenn hafa fengið of há laun greidd allar götur síðan 2019. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Íslenska ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum, ráðherra og hóps embættismanna um árabil. Samtals nema ofgreiðslurnar 105 milljónum króna. Hópurinn þarf að endurgreiða ofrukkunina á næstu tólf mánuðum. Stærstur hluti þessa fólks er enn að störfum og verður dregið af launum þeirra en þeir 45 sem hættir eru störfum fá kröfu skráða í heimabanka. 

260 einstaklingar eru í þessum hópi sem samanstendur af forseta, þingmönnum, ráðherrum, dómurum á öllum dómstigum, saksóknurum, lögreglustjórum, ráðuneytisstjórum, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra auk ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram á vef Fjársýslu ríkisins sem sér um að greiða þessu fólki laun. 

„Algengt er að endurgreiðslufjárhæð svari til um þriðjungs einna mánaðarlauna hjá þeim sem þáðu laun yfir allt tímabilið. Endurgreiðslan fer fram í áföngum á 12 mánaða tímabili,“ segir á vef stofnunarinnar. 

Mistökin uppgötvuðust við undirbúning launabreytinga fyrir árið 2022. Eftir að kjararáð var aflagt og ný lög tóku gildi árið 2019 um laun þessara einstaklinga áttu launin að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár