Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.

22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Allir mega fara Jón dómsmálaráðherra segir í svari sínu að ástæða þess að fólk bíði sé fyrst og fremst þar sem fólkið hefur ekki viljað fara sjálft eftir að umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hefur verið hafnað. Mynd: Stundin / Davíð Þór

22 börn og 147 fullorðnir biðu þess í byrjun síðasta mánaðar að vera flutt af landinu. Af þeim höfðu 20 börn og 127 fullorðnir sótt um alþjóðlega vernd en verið hafnað. Sumir þessara einstaklinga hafa beðið lengur en í tvö ár eftir að vera send úr landi en sá sem lengst hefur beðið hefur gert það í meira en fjögur ár. 

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingkonu Pírata, sem spurði út í  hversu margir einstaklingar, sem hafa fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, bíða flutnings úr landi. 

„...grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi“

Í svarinu ítrekar Jón að „að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott“.

Ákveði fólk að fara sjálft eftir að óskum þeirra um að vera áfram á Íslandi er hafnað, geti það fengið allt að 3.000 evrur í svokallaðan enduraðlögunarstyrk. Þeir sem ekki hafa valið að fara sjálf úr landi eftir synjun hafa þurft að bíða vegna ýmissa atriða, svo sem „skilyrði sem ríki setja vegna Covid-19, erfiðleika við að fá útgefin ferðaskilríki fyrir þvingaða flutninga eða vegna þess að ríki hafa beðið um tímabundna stöðvun flutninga í fylgd vegna álags í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu,“ eins og segir í svarinu. 

Flestir þeirra sem bíða brottflutnings hafa gert það skemur en eitt ár. Þónokkur fjöldi, eða 48, hafa hins vegar beðið lengur en ár en skemur en tvö. 23 einstaklingar hafa beðið lengur en það. Einn hefur svo beðið lengur en í fjögur ár eftir brottflutningi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • April Summer skrifaði
    Ad senda börn á götuna eru 3x brot á lögunum íslensku,evrópsku,sameinuđu þjóđanna
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár