Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.

22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Allir mega fara Jón dómsmálaráðherra segir í svari sínu að ástæða þess að fólk bíði sé fyrst og fremst þar sem fólkið hefur ekki viljað fara sjálft eftir að umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hefur verið hafnað. Mynd: Stundin / Davíð Þór

22 börn og 147 fullorðnir biðu þess í byrjun síðasta mánaðar að vera flutt af landinu. Af þeim höfðu 20 börn og 127 fullorðnir sótt um alþjóðlega vernd en verið hafnað. Sumir þessara einstaklinga hafa beðið lengur en í tvö ár eftir að vera send úr landi en sá sem lengst hefur beðið hefur gert það í meira en fjögur ár. 

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingkonu Pírata, sem spurði út í  hversu margir einstaklingar, sem hafa fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, bíða flutnings úr landi. 

„...grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi“

Í svarinu ítrekar Jón að „að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott“.

Ákveði fólk að fara sjálft eftir að óskum þeirra um að vera áfram á Íslandi er hafnað, geti það fengið allt að 3.000 evrur í svokallaðan enduraðlögunarstyrk. Þeir sem ekki hafa valið að fara sjálf úr landi eftir synjun hafa þurft að bíða vegna ýmissa atriða, svo sem „skilyrði sem ríki setja vegna Covid-19, erfiðleika við að fá útgefin ferðaskilríki fyrir þvingaða flutninga eða vegna þess að ríki hafa beðið um tímabundna stöðvun flutninga í fylgd vegna álags í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu,“ eins og segir í svarinu. 

Flestir þeirra sem bíða brottflutnings hafa gert það skemur en eitt ár. Þónokkur fjöldi, eða 48, hafa hins vegar beðið lengur en ár en skemur en tvö. 23 einstaklingar hafa beðið lengur en það. Einn hefur svo beðið lengur en í fjögur ár eftir brottflutningi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • April Summer skrifaði
    Ad senda börn á götuna eru 3x brot á lögunum íslensku,evrópsku,sameinuđu þjóđanna
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár