22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní

Tug­ir um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd hafa beð­ið leng­ur en ár eft­ir að vera flutt af landi brott eft­ir að um­sókn­um þeirra hef­ur ver­ið hafn­að. Tutt­ugu og tvö börn biðu brott­flutn­ings í byrj­un mán­að­ar, sam­kvæmt svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi.

22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Allir mega fara Jón dómsmálaráðherra segir í svari sínu að ástæða þess að fólk bíði sé fyrst og fremst þar sem fólkið hefur ekki viljað fara sjálft eftir að umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hefur verið hafnað. Mynd: Stundin / Davíð Þór

22 börn og 147 fullorðnir biðu þess í byrjun síðasta mánaðar að vera flutt af landinu. Af þeim höfðu 20 börn og 127 fullorðnir sótt um alþjóðlega vernd en verið hafnað. Sumir þessara einstaklinga hafa beðið lengur en í tvö ár eftir að vera send úr landi en sá sem lengst hefur beðið hefur gert það í meira en fjögur ár. 

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingkonu Pírata, sem spurði út í  hversu margir einstaklingar, sem hafa fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, bíða flutnings úr landi. 

„...grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi“

Í svarinu ítrekar Jón að „að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott“.

Ákveði fólk að fara sjálft eftir að óskum þeirra um að vera áfram á Íslandi er hafnað, geti það fengið allt að 3.000 evrur í svokallaðan enduraðlögunarstyrk. Þeir sem ekki hafa valið að fara sjálf úr landi eftir synjun hafa þurft að bíða vegna ýmissa atriða, svo sem „skilyrði sem ríki setja vegna Covid-19, erfiðleika við að fá útgefin ferðaskilríki fyrir þvingaða flutninga eða vegna þess að ríki hafa beðið um tímabundna stöðvun flutninga í fylgd vegna álags í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu,“ eins og segir í svarinu. 

Flestir þeirra sem bíða brottflutnings hafa gert það skemur en eitt ár. Þónokkur fjöldi, eða 48, hafa hins vegar beðið lengur en ár en skemur en tvö. 23 einstaklingar hafa beðið lengur en það. Einn hefur svo beðið lengur en í fjögur ár eftir brottflutningi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • April Summer skrifaði
    Ad senda börn á götuna eru 3x brot á lögunum íslensku,evrópsku,sameinuđu þjóđanna
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár