Milljónir strangtrúaðra og íhaldssamra Bandaríkjamanna hafa háð baráttu gegn fóstureyðingum í meira en hálfa öld eða síðan hæstiréttur úrskurðaði í máli Roe gegn Wade og staðfesti stjórnarskrárbundinn rétt til þungunarrofs. Það gjörbreytti lagaumhverfinu vestanhafs þannig að einstaka ríkjum var ekki lengur heimilt að banna slíkar aðgerðir með öllu; hvað þá alríkisstjórninni. Repúblikanar brugðust illa við dómnum, svo vægt sé til orða tekið. Í þeim ríkjum þar sem þeir höfðu yfirráð var í staðinn þrengt mjög að starfsemi heilbrigðisstofnana sem framkvæma þungunarrof og þeim gert erfitt að starfa með reglugerðum og stundum beinu ofbeldi.
Andstæðingar þungunarrofs safnast reglulega saman fyrir utan þessar stofnanir með ógeðfelldar myndir af látnum fóstrum á stórum plakötum og áreita konur sem ganga inn, auk þess sem trúarsamtök hafa staðið fyrir mannskæðum sprengjuárásum á slíkar stofnanir og ráðist á heimili lækna sem framkvæma þungunarrof.
Þessu fimmtíu …
í skotsigtinu"
Dómarar eiga bara að dæma. Þeir geta hafnað málum en eiga ekki að skipta sér að þeim að öðru leyti. Ef þeir fara að velja mál sjálfir þá er engin vafi hvorum megin þeir standa.