Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

783. spurningaþraut: Paul McCartney er áttræður í dag. Spurt er um hann!

783. spurningaþraut: Paul McCartney er áttræður í dag. Spurt er um hann!

Þessi þraut er helguð Paul McCartney sem heldur upp á áttræðisafmælið sitt í dag.

Fyrri aukaspurning:

Paul hefur vitanlega hitt fjöldann allan af frægu fólki gegnum tíðina. Hvað heitir konan sem hann hefur hitt hér?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg fæddist Paul McCartney?

2.  Í hvaða stjörnumerki er hann?

3.  Samstarf þeirra John Lennons hófst þegar Lennon bauð honum að ganga í hljómsveitina: Beatles — Johnny and the Moondogs — The Silver Beatles — The Quarrymen?

4.  Hvað af eftirtöldum Bítlalögum er EKKI eftir Paul McCartney: Hey Jude — Let It Be — Love Me Do — Lucy in the Sky With Diamonds — Penny Lane — Yesterday. 

5.  Paul var og er mjög fjölhæfur músíkant en hvað var hans aðal hljóðfæri í Bítlunum?

6.  Á löngu tímabili var heldur illt á milli Pauls og konu eins af félögum hans í Bítlunum, en þau hafa fyrir löngu samið frið. Hver er sú kona?

7.  Hvað hét hljómsveitin sem Paul stofnaði og rak eftir veru sína í Bítlunum?

8.  Sú hljómsveit gaf út afar vinsæla plötu, líklega þá vinsælustu sem Paul hefur átt þátt í síðan á Bítladögunum. Platan heitir Band on the ... hvað?

9.  Paul á fimm börn en kunnast þeirra er dóttirin Stella sem hefur getið sér gott orð sem ... hvað?  

10.  Paul hefur sungið dúetta með mörgum frægum stjörnum. En með hverjum af þessum fimm hefur hann EKKI gefið út sérstakan dúet: Elvis Costello — Michael Jackson — Elton John — Kanye West — Stevie Wonder?

Svo er hér í boði sérstakt lárviðarstig: Paul er seinna skírnarnafn afmælisbarnsins af tveimur, en hann hefur aldrei notað það fyrra. Hvaða nafn er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá umslagið af einni sólóplötu Pauls. Hvað heitir sú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Liverpool.

2.  Tvíburunum.

3.  The Quarrymen.

4.  Lucy in the Sky With Diamonds.

5.  Bassi.

6.  Yoko Ono.

7.  Wings.

8.  Run.

9.  Fatahönnuður.

10.  Ótrúlegt nokk hefur Paul aldrei gefið út dúett með Elton John, þótt þeir munu hafa sungið Hey Jude saman á tónleikum. 

Og svarið við lárviðarspurningunni:

Afmælisbarnið heitir fullu nafni James Paul McCartney.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Paul með Lindu Eastman sem varð konan hans.

Á neðri myndinni er umslagið utan um RAM.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár