Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

783. spurningaþraut: Paul McCartney er áttræður í dag. Spurt er um hann!

783. spurningaþraut: Paul McCartney er áttræður í dag. Spurt er um hann!

Þessi þraut er helguð Paul McCartney sem heldur upp á áttræðisafmælið sitt í dag.

Fyrri aukaspurning:

Paul hefur vitanlega hitt fjöldann allan af frægu fólki gegnum tíðina. Hvað heitir konan sem hann hefur hitt hér?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg fæddist Paul McCartney?

2.  Í hvaða stjörnumerki er hann?

3.  Samstarf þeirra John Lennons hófst þegar Lennon bauð honum að ganga í hljómsveitina: Beatles — Johnny and the Moondogs — The Silver Beatles — The Quarrymen?

4.  Hvað af eftirtöldum Bítlalögum er EKKI eftir Paul McCartney: Hey Jude — Let It Be — Love Me Do — Lucy in the Sky With Diamonds — Penny Lane — Yesterday. 

5.  Paul var og er mjög fjölhæfur músíkant en hvað var hans aðal hljóðfæri í Bítlunum?

6.  Á löngu tímabili var heldur illt á milli Pauls og konu eins af félögum hans í Bítlunum, en þau hafa fyrir löngu samið frið. Hver er sú kona?

7.  Hvað hét hljómsveitin sem Paul stofnaði og rak eftir veru sína í Bítlunum?

8.  Sú hljómsveit gaf út afar vinsæla plötu, líklega þá vinsælustu sem Paul hefur átt þátt í síðan á Bítladögunum. Platan heitir Band on the ... hvað?

9.  Paul á fimm börn en kunnast þeirra er dóttirin Stella sem hefur getið sér gott orð sem ... hvað?  

10.  Paul hefur sungið dúetta með mörgum frægum stjörnum. En með hverjum af þessum fimm hefur hann EKKI gefið út sérstakan dúet: Elvis Costello — Michael Jackson — Elton John — Kanye West — Stevie Wonder?

Svo er hér í boði sérstakt lárviðarstig: Paul er seinna skírnarnafn afmælisbarnsins af tveimur, en hann hefur aldrei notað það fyrra. Hvaða nafn er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá umslagið af einni sólóplötu Pauls. Hvað heitir sú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Liverpool.

2.  Tvíburunum.

3.  The Quarrymen.

4.  Lucy in the Sky With Diamonds.

5.  Bassi.

6.  Yoko Ono.

7.  Wings.

8.  Run.

9.  Fatahönnuður.

10.  Ótrúlegt nokk hefur Paul aldrei gefið út dúett með Elton John, þótt þeir munu hafa sungið Hey Jude saman á tónleikum. 

Og svarið við lárviðarspurningunni:

Afmælisbarnið heitir fullu nafni James Paul McCartney.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Paul með Lindu Eastman sem varð konan hans.

Á neðri myndinni er umslagið utan um RAM.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár