Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu

Bænda­sam­tök Ís­lands telja að lausn­in á vanda Úkraínu sé að Ís­land beiti sér fyr­ir því að bund­inn verði end­ir á stríð­ið en ekki að toll­ar verði felld­ir nið­ur á inn­flutt­um vör­um frá land­inu.

Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu
Bera ekki tolla Einkum er flutt inn sólblómaolía, korn og fræ frá Úkraínu, sem ekki bera tolla. Mynd: afp

Bændasamtök Íslands leggjast gegn því að tollar á vörur frá Úkraínu verði tímabundið felldir niður. Lýsa samtökin áhyggjum sínum af því að innflutningur á landbúnaðarvörum frá Úkraínu til Íslands muni hafa neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Ísland eigi fremur að beita sér fyrir því að vopnahlé verði gert eða með öðrum hætti bundinn endir á stríðið í Úkraínu. Ekki er tilgreint sérstaklega hvernig Bændasamtökin sjá að það verði best gert.

Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á tollalögum sem gerir ráð fyrir að tollar á vörur sem framleiddar eru og eiga uppruna sinn að fullu í Úkraínu verði tímabundið felldir niður, til 31. maí á næsta ári. Frumvarpið er viðbragð við beiðnum Úkraínskra stjórnvalda til EFTA-ríkjanna en bæði Bretland og Evrópusambandið hafa þegar brugðist við samskonar beiðni.

Hefði sáralítil áhrif á ríkissjóð

Bæði Bændasamtökunum og fjármálaráðuneytinu ber saman um að niðurfelling á þessum tollum gætu leitt til aukins innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ætla mætti að það væri hreinlega markmið frumvarpsins, enda er það lagt fram sem viðbragð við beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um að bæta tollafríðindi þar sem innrás Rússa hafi leitt til þess að lokast hefur fyrir útflutning frá landinu um hafnir við Svartahaf.

„Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. 

„Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn.“
Úr umsögn Bændasamtaka Íslands

Niðurfelling á tollum myndi einkum ná til landbúnaðarvara þar eð bæði iðnaðarvörur og sjávarafurðir eru þegar tollfrjálsar samkvæmt fríverslunarsamningi Úkraínu og EFTA. Ekki er talið líklegt að vörur á borð við kjúklingakjöt eða egg verið flutt til landsins sökum þess hversu langar flutningsvegalengdir eru og þá er ekki heldur talið líklegt að unnar kjötvörur yrðu fluttar til landsins. Að sama skapi má álykta að litlar sem engar líkur séu á að hingað til lands verði flutt dagvara frá Úkraínu. Í greinargerð með frumvarpinu er helst talið líklegt að aukning yrði á innflutningi mjólkurdufts til Íslands.

Samkvæmt mati myndi samþykkt frumvarpsins hafa óveruleg áhrif á ríkissjóð. Heildartollur á innfluttar vörur frá Úkraínu námu 550 milljónum króna á síðasta ári. Engir tollar voru þá greiddir af innfluttum landbúnaðarafurðum eftir því sem segir í greinargerðinni.

Virðast hafa gleymt gildandi reglugerð

Þrátt fyrir þetta eru Bændasamtök Íslands á nálum yfir frumvarpinu og segja eðlilegt að félagsmenn samtakanna, bændur, hafi áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningur frá Úkraínu kynni að hafa vegna erfiðrar stöðu íslensks landbúnaðar. „Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn,“ segir orðrétt í umsögninni.

Þá lýsa samtökin áhyggjum af því að ekki sé vikið að því í frumvarpinu að fylgt verði eftir kröfum um heilbrigði matvæla sem flutt verði inn. Þær áhyggjur vekja nokkra furðu, þar eð Bændasamtökum Íslands ætti að vera vel kunnugt um að í gildi er reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til Íslands með innfluttum landbúnaðarvörum. Verði frumvarp fjármálaráðherra samþykkt gildir sú reglugerð um innfluttar vörur frá Úkraínu, rétt eins og aðrar vörur.

„Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslands að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin“

Bændasamtökin leggja því til að gerðar verði breytingar á frumvarpinu á þann veg að niðurfelling tolla nái eingöngu til þeirra landbúnaðarafurða sem að jafnaði hafa verið fluttar inn frá Úkraínu. Eins og fyrr er greint frá voru engar landbúnaðarafurðir frá Úkraínu tollaðar hér á landi á síðasta ári. Þá vilja samtökin að tilgreint verði magn þeirra landbúnaðarvara sem flytja megi inn tollfrjálst, sem er í andstöðu við anda frumvarpsins eing og það er lagt fram. Að síðustu vilja samtökin að að tryggt verði að heilbrigðiskröfum verði fylgt, en rétt eins og nefnt er að framan er nú þegar í gildi reglugerð þar um.

Í umsögn Bændasamtakanna er klikkt út með þessum orðum: „Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslands að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin sem þar geisa. Ísland eigi því að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að gert verði vopnahlé eða með öðrum hætti bundinn endi á stríðsátökin.“ Hvernig Ísland á að koma því við að bundinn verði endir á stríðsátökin í Úkraínu láta Bændasamtökin stjórnvöld um að útfæra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta er engin frétt.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Íslenskir eilífðar stirkþegar vilja sitja einir að sínu eins og sannir íhaldsmenn ,og lifa í þeiri smán að hafa ekki gefið það sem þeir gátu verið án.Hættur að kaupa kvalið kjöt og sker nú búvörur enn frekar niður.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár