Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu

Bænda­sam­tök Ís­lands telja að lausn­in á vanda Úkraínu sé að Ís­land beiti sér fyr­ir því að bund­inn verði end­ir á stríð­ið en ekki að toll­ar verði felld­ir nið­ur á inn­flutt­um vör­um frá land­inu.

Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu
Bera ekki tolla Einkum er flutt inn sólblómaolía, korn og fræ frá Úkraínu, sem ekki bera tolla. Mynd: afp

Bændasamtök Íslands leggjast gegn því að tollar á vörur frá Úkraínu verði tímabundið felldir niður. Lýsa samtökin áhyggjum sínum af því að innflutningur á landbúnaðarvörum frá Úkraínu til Íslands muni hafa neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Ísland eigi fremur að beita sér fyrir því að vopnahlé verði gert eða með öðrum hætti bundinn endir á stríðið í Úkraínu. Ekki er tilgreint sérstaklega hvernig Bændasamtökin sjá að það verði best gert.

Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á tollalögum sem gerir ráð fyrir að tollar á vörur sem framleiddar eru og eiga uppruna sinn að fullu í Úkraínu verði tímabundið felldir niður, til 31. maí á næsta ári. Frumvarpið er viðbragð við beiðnum Úkraínskra stjórnvalda til EFTA-ríkjanna en bæði Bretland og Evrópusambandið hafa þegar brugðist við samskonar beiðni.

Hefði sáralítil áhrif á ríkissjóð

Bæði Bændasamtökunum og fjármálaráðuneytinu ber saman um að niðurfelling á þessum tollum gætu leitt til aukins innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ætla mætti að það væri hreinlega markmið frumvarpsins, enda er það lagt fram sem viðbragð við beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um að bæta tollafríðindi þar sem innrás Rússa hafi leitt til þess að lokast hefur fyrir útflutning frá landinu um hafnir við Svartahaf.

„Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. 

„Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn.“
Úr umsögn Bændasamtaka Íslands

Niðurfelling á tollum myndi einkum ná til landbúnaðarvara þar eð bæði iðnaðarvörur og sjávarafurðir eru þegar tollfrjálsar samkvæmt fríverslunarsamningi Úkraínu og EFTA. Ekki er talið líklegt að vörur á borð við kjúklingakjöt eða egg verið flutt til landsins sökum þess hversu langar flutningsvegalengdir eru og þá er ekki heldur talið líklegt að unnar kjötvörur yrðu fluttar til landsins. Að sama skapi má álykta að litlar sem engar líkur séu á að hingað til lands verði flutt dagvara frá Úkraínu. Í greinargerð með frumvarpinu er helst talið líklegt að aukning yrði á innflutningi mjólkurdufts til Íslands.

Samkvæmt mati myndi samþykkt frumvarpsins hafa óveruleg áhrif á ríkissjóð. Heildartollur á innfluttar vörur frá Úkraínu námu 550 milljónum króna á síðasta ári. Engir tollar voru þá greiddir af innfluttum landbúnaðarafurðum eftir því sem segir í greinargerðinni.

Virðast hafa gleymt gildandi reglugerð

Þrátt fyrir þetta eru Bændasamtök Íslands á nálum yfir frumvarpinu og segja eðlilegt að félagsmenn samtakanna, bændur, hafi áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningur frá Úkraínu kynni að hafa vegna erfiðrar stöðu íslensks landbúnaðar. „Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn,“ segir orðrétt í umsögninni.

Þá lýsa samtökin áhyggjum af því að ekki sé vikið að því í frumvarpinu að fylgt verði eftir kröfum um heilbrigði matvæla sem flutt verði inn. Þær áhyggjur vekja nokkra furðu, þar eð Bændasamtökum Íslands ætti að vera vel kunnugt um að í gildi er reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til Íslands með innfluttum landbúnaðarvörum. Verði frumvarp fjármálaráðherra samþykkt gildir sú reglugerð um innfluttar vörur frá Úkraínu, rétt eins og aðrar vörur.

„Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslands að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin“

Bændasamtökin leggja því til að gerðar verði breytingar á frumvarpinu á þann veg að niðurfelling tolla nái eingöngu til þeirra landbúnaðarafurða sem að jafnaði hafa verið fluttar inn frá Úkraínu. Eins og fyrr er greint frá voru engar landbúnaðarafurðir frá Úkraínu tollaðar hér á landi á síðasta ári. Þá vilja samtökin að tilgreint verði magn þeirra landbúnaðarvara sem flytja megi inn tollfrjálst, sem er í andstöðu við anda frumvarpsins eing og það er lagt fram. Að síðustu vilja samtökin að að tryggt verði að heilbrigðiskröfum verði fylgt, en rétt eins og nefnt er að framan er nú þegar í gildi reglugerð þar um.

Í umsögn Bændasamtakanna er klikkt út með þessum orðum: „Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslands að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin sem þar geisa. Ísland eigi því að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að gert verði vopnahlé eða með öðrum hætti bundinn endi á stríðsátökin.“ Hvernig Ísland á að koma því við að bundinn verði endir á stríðsátökin í Úkraínu láta Bændasamtökin stjórnvöld um að útfæra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta er engin frétt.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Íslenskir eilífðar stirkþegar vilja sitja einir að sínu eins og sannir íhaldsmenn ,og lifa í þeiri smán að hafa ekki gefið það sem þeir gátu verið án.Hættur að kaupa kvalið kjöt og sker nú búvörur enn frekar niður.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
6
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár