Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu

Bænda­sam­tök Ís­lands telja að lausn­in á vanda Úkraínu sé að Ís­land beiti sér fyr­ir því að bund­inn verði end­ir á stríð­ið en ekki að toll­ar verði felld­ir nið­ur á inn­flutt­um vör­um frá land­inu.

Bændasamtökin vilja ekki tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu
Bera ekki tolla Einkum er flutt inn sólblómaolía, korn og fræ frá Úkraínu, sem ekki bera tolla. Mynd: afp

Bændasamtök Íslands leggjast gegn því að tollar á vörur frá Úkraínu verði tímabundið felldir niður. Lýsa samtökin áhyggjum sínum af því að innflutningur á landbúnaðarvörum frá Úkraínu til Íslands muni hafa neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Ísland eigi fremur að beita sér fyrir því að vopnahlé verði gert eða með öðrum hætti bundinn endir á stríðið í Úkraínu. Ekki er tilgreint sérstaklega hvernig Bændasamtökin sjá að það verði best gert.

Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á tollalögum sem gerir ráð fyrir að tollar á vörur sem framleiddar eru og eiga uppruna sinn að fullu í Úkraínu verði tímabundið felldir niður, til 31. maí á næsta ári. Frumvarpið er viðbragð við beiðnum Úkraínskra stjórnvalda til EFTA-ríkjanna en bæði Bretland og Evrópusambandið hafa þegar brugðist við samskonar beiðni.

Hefði sáralítil áhrif á ríkissjóð

Bæði Bændasamtökunum og fjármálaráðuneytinu ber saman um að niðurfelling á þessum tollum gætu leitt til aukins innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ætla mætti að það væri hreinlega markmið frumvarpsins, enda er það lagt fram sem viðbragð við beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um að bæta tollafríðindi þar sem innrás Rússa hafi leitt til þess að lokast hefur fyrir útflutning frá landinu um hafnir við Svartahaf.

„Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. 

„Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn.“
Úr umsögn Bændasamtaka Íslands

Niðurfelling á tollum myndi einkum ná til landbúnaðarvara þar eð bæði iðnaðarvörur og sjávarafurðir eru þegar tollfrjálsar samkvæmt fríverslunarsamningi Úkraínu og EFTA. Ekki er talið líklegt að vörur á borð við kjúklingakjöt eða egg verið flutt til landsins sökum þess hversu langar flutningsvegalengdir eru og þá er ekki heldur talið líklegt að unnar kjötvörur yrðu fluttar til landsins. Að sama skapi má álykta að litlar sem engar líkur séu á að hingað til lands verði flutt dagvara frá Úkraínu. Í greinargerð með frumvarpinu er helst talið líklegt að aukning yrði á innflutningi mjólkurdufts til Íslands.

Samkvæmt mati myndi samþykkt frumvarpsins hafa óveruleg áhrif á ríkissjóð. Heildartollur á innfluttar vörur frá Úkraínu námu 550 milljónum króna á síðasta ári. Engir tollar voru þá greiddir af innfluttum landbúnaðarafurðum eftir því sem segir í greinargerðinni.

Virðast hafa gleymt gildandi reglugerð

Þrátt fyrir þetta eru Bændasamtök Íslands á nálum yfir frumvarpinu og segja eðlilegt að félagsmenn samtakanna, bændur, hafi áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningur frá Úkraínu kynni að hafa vegna erfiðrar stöðu íslensks landbúnaðar. „Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn,“ segir orðrétt í umsögninni.

Þá lýsa samtökin áhyggjum af því að ekki sé vikið að því í frumvarpinu að fylgt verði eftir kröfum um heilbrigði matvæla sem flutt verði inn. Þær áhyggjur vekja nokkra furðu, þar eð Bændasamtökum Íslands ætti að vera vel kunnugt um að í gildi er reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til Íslands með innfluttum landbúnaðarvörum. Verði frumvarp fjármálaráðherra samþykkt gildir sú reglugerð um innfluttar vörur frá Úkraínu, rétt eins og aðrar vörur.

„Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslands að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin“

Bændasamtökin leggja því til að gerðar verði breytingar á frumvarpinu á þann veg að niðurfelling tolla nái eingöngu til þeirra landbúnaðarafurða sem að jafnaði hafa verið fluttar inn frá Úkraínu. Eins og fyrr er greint frá voru engar landbúnaðarafurðir frá Úkraínu tollaðar hér á landi á síðasta ári. Þá vilja samtökin að tilgreint verði magn þeirra landbúnaðarvara sem flytja megi inn tollfrjálst, sem er í andstöðu við anda frumvarpsins eing og það er lagt fram. Að síðustu vilja samtökin að að tryggt verði að heilbrigðiskröfum verði fylgt, en rétt eins og nefnt er að framan er nú þegar í gildi reglugerð þar um.

Í umsögn Bændasamtakanna er klikkt út með þessum orðum: „Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslands að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin sem þar geisa. Ísland eigi því að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að gert verði vopnahlé eða með öðrum hætti bundinn endi á stríðsátökin.“ Hvernig Ísland á að koma því við að bundinn verði endir á stríðsátökin í Úkraínu láta Bændasamtökin stjórnvöld um að útfæra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Þetta er engin frétt.
  0
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Íslenskir eilífðar stirkþegar vilja sitja einir að sínu eins og sannir íhaldsmenn ,og lifa í þeiri smán að hafa ekki gefið það sem þeir gátu verið án.Hættur að kaupa kvalið kjöt og sker nú búvörur enn frekar niður.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár