Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra

Ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, er stödd hér á landi í tveggja daga heim­sókn. Hún fund­ar með ís­lensk­um ráð­herr­um og heim­sæk­ir fyr­ir­tæki. Að­stoð­ar­mað­ur ut­an­rík­is­ráð­herra, Þór­dís­ar Kol­brún­ar Gylfas­dótt­ur, seg­ir að namib­íski ráð­herr­ann hafi ekki vilj­að að­komu ís­lenskra fjöl­miðla að heim­sókn­inni.

Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra
Óljóst hvort rætt verður um Samherjamálið Ekki liggur fyrir hvort utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, hafi rætt eða muni ræða Namibíumál Samherja við íslenska ráðherra. Hún hitti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun og mun funda með Þórdísi Gylfadóttur utanríkisráðherra síðar í dag. Mynd: b''

Mögulegt framsal á íslenskum einstaklingum til Namibíu var rætt á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, í morgun. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við spurningum Stundarinnar. Utanríkisráðherrann nambíski er einnig varaforsætisráðherra Namibíu.

Orðrétt segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svarinu til Stundarinnar: „Í kurteisisheimsókn varaforsætisráðherra Namibíu í morgun ræddi frú Nandi-Ndaitwah meðal annars Samherjamálið sem er til rannsóknar í báðum löndum. Fram kom að samvinna við íslensk rannsóknaryfirvöld hefði verið góð og að ósk um framsal þriggja Íslendinga hefði verið komið á framfæri við hlutaðeigandi íslensk yfirvöld. Ég harmaði þetta mál, eins og ég hef áður gert, og sagði íslenskum stjórnvöldum mikið í mun að það yrði rannsakað til hlítar og leitt til lykta fyrir dómstólum.“

Fundar einnig með Þórdísi og Jóni

Namibíski utanríkisráðherrann  er stödd hér á landi í opinberri heimsókn. Nandi-Ndaitwah kom …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
    Samherji var stofnað sem fyrirtæki árið 1983. Lög um framsal íslenskra glæpamanna voru færð fram og samþykkt árið 1984.
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Nú fara menn að sjá hvers vegna aldraður maður var gerður að dómsmálaráðherra.
    1
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Af hverju fær enginn fréttamaður að tala við fólkið frá Namibíu sem þurfti að líða fyrir fyrirlitslega framkomu Þorsteins Má þar í landi. Ristir spillingin svona djúpt að ráðamenn séu að koma í veg fyrir samskipti við fréttamenn?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
3
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár