Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Undið af veruleikum

Hin franska Claire Paugam, sýn­ing­ar­stýr­ir út­skrift­ar­sýn­ingu mastersnema Lista­há­skól­ans sem hald­in er í Ný­l­ista­safn­inu í Mars­hall­hús­inu úti á Granda. „Ég hugs­aði bara, þetta er það sem ég vil gera við líf mitt,“ seg­ir Claire um val sitt á starfs­vett­vangi en út­send­ing í franska sjón­varp­inu á unglings­ár­um henn­ar þar sem sýnt var frá sýn­ing­ar­stjóra setja upp sýn­ingu í Pomp­idou safn­inu í Par­ís varð kveikj­an.

Undið af veruleikum
Rýmið nýtt Rými Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu nýtist vel fyrir stóra skúlptúra útskriftarnemanna.

„Mig hefur alltaf langað til að sýningastýra útskriftarsýningu”, segir Claire Paugam, sem gerði einmitt það og sýningarstýrði útskriftarsýningu mastersnema Listaháskólans. Sýningin ber heitið Undið af veruleikum. Claire er fædd í Frakklandi en kom hingað til lands til þess að fara í MA námið í  fyrrnefndum Listaháskóla, þaðan sem hún lauk námi árið 2016. Eftir námið tók hún þátt í alls konar verkefnum um allan heim en kom aftur til landsins fyrir eitt slíkt og áttaði sig þá á að hér ætti hún að vera. „Það klikkaði bara eitthvað. Það var dásamleg tilfinning,“ lýsir Claire.

Claire skilgreinir sig sem myndlistarmann/sýningarstjóra. Stærsta sýningin sem hún hefur stýrt er líklega Vestur í bláinn árið 2020 sem fjallaði um innflytjendur á Íslandi. „Sýningin dreifðist um tíu sýningarstaði í Reykjavík. Ég var að vinna með vini mínum, tónlistarmanni, sem hannaði tónheim með innflytjendum sem sögðu sögur á sínu móðurmáli, og auðvitað myndlistarmönnum sem túlkuðu þema sýningarinnar á sinn hátt.“ 

Sameiginlegur grunnur

Útskriftarsýning Listaháskólanum er frábrugðin hefðbundnum samsýningum vegna þess að sýningarstjórinn velur ekki hópinn - og er ekki með fyrirfram ákveðið umfjöllunarefni. „Það er auðvitað stærsta áskorunin og besti parturinn, að velja ekki listamennina. Hvernig geturðu verið nógu hugmyndaríkur til að tengja allt saman? Finna sameiginlegan grunn og láta allt virka,“ lýsir Claire og heldur áfram, „það er svoldið eins og vinna aftur á bak. Snýst mikið um að uppgötva listsköpun hvers nemanda. Ég bjó til kort með öllum þemunum og persónuleikum nemendanna og velti fyrir mér hvað tengdi þau saman.“ Hún lýsir því að það sé alltaf hægt að finna einhvern sameiginlegan grunn. „Ég lék mér líka með að setja verk saman sem voru ótrúlega ólík, að þau rekast næstum því á sjónrænt, en ná þannig að tengjast saman.“ Claire vísar í verk Jasa Baka og Melanie Ubaldo sem dæmi. Verk þeirra eru hlið við hlið, en verk Jösu er mósaík gosbrunnur, mjög viðkvæmt og litríkt verk sem hefur verið nostrað við, á meðan verk Melanie er stór kassi smíðaður úr berum viði. Inní kassanum eru vel valdir hlutir úr heimili móður Melanie. Vatn seytlar í gosbrunni Jösu og vatnshljóðið stemmir við myndbandsverk Elnaz Mansouri skammt frá sem sýna m.a. brunn og herbergi hálffullt af vatni.

Ástríður og þráhyggjur

Annað sem er ólíkt með útskriftarsýningum og öðrum samsýningum er að nemendurnir hafa verið að sjóða saman í potti síðastliðin tvö ár. Það hlýtur að hafa mikið að segja um útkomuna. Oft eru verk á útskriftarsýningum lík, kannski eðlilegt vegna þess að listamennirnir hafa farið í gegnum þennan tíma saman sem eitthvað ákveðið er í gangi í samfélaginu, taka sömu kúrsana og sömu umræður sem skapast. „Ég er viss um að það hafi einhvers konar áhrif. Ég sá skýra tengingu á milli nemendanna en ég er ekki viss um að þau hafi séð hana sjálf. Ég kom seint inn í ferlið svo ég hafði meiri fjarlægð frá því sem hafði verið í gangi áður.“ Claire fylgdi nemendunum frá einkasýningunum sínum að samsýningunni. „Það kom mér skemmtilega á óvart, að þótt allir hafi verið saman í bekk og unnið náið saman síðustu tvö ár, þá var hver og ein listiðkun einstök og ólík. Ekki svipuð í tengslum við efni eða sjónræna fagurfræði. Það er svo gaman að sjá nemendur dýfa sér ofan í ástríður og þráhyggjur sínar, það er það sem gerir allt persónulegt í lokin.“

Ástríður og þráhyggjurÚtskriftarnemarnir köfuðu djúpt við vinnslu verka sinna.

Samþykki er lykillinn

Sýningarstjórar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Eins og komið hefur fram er Claire bæði myndlistarmaður og sýningarstjóri, svo hún hefur verið báðum megin við borðið. „Fyrir mig er það ótrúlega mikilvægt að sýningarstjórinn hafi skilning á verkunum. Að eiga í samtali við listamennina svo þema sýningarinnar passi þeim og hvernig þeir líta á sína list. Ég vil ekki svíkja listamanninn á neinn hátt.“ Claire byrjar alltaf á að hafa fund með öllum listamönnunum, sérstaklega ef þeir þekkjast ekki innbyrðis fyrir og skapa lítið samfélag í kringum sýninguna. Búa til góða stemningu. „Ég hef tekið þátt í stórum samsýningum þar sem sýningarstjórinn spyr mann ekki alltaf um samþykki, til dæmis til þess að ramma inn verkið manns eða setja það á einhvern vegg án þess að spyrja. Fyrir mér er það algert no-no. Ég passa upp á að vera með listamanninum eins mikið og hægt er, alla leið niður í staðsetningu á merkimiðanum. Það er svo mikilvægt að listamaðurinn taki þátt í þessum atriðum, þá er hægt að segjast treysta sýningarstjóranum... eða ekki, en spurningin þarf alltaf að vera til staðar.“

Góð stemning

Hillbilly reynir oftast að vera í góðri stemningu og greip orð Claire á lofti um gott andrúmsloft við undirbúning sýninga. Hvernig var andinn við gerð útskriftarsýningarinnar? „Á þessari sýningu fannst mér andinn mjög góður, frá mínu sjónarhorni allavega. Það gekk allt mjög smurt, frá því að kynnast nemendunum, verkunum og að uppsetningunni í rýminu. Auðvitað er útskrift alltaf stórt skref sem fylgir oft mikið stress, meira stress en í kringum aðrar samsýningar held ég.“ Lítill fugl hvíslaði að Hillbilly að Claire hafi haldið ró sinni í gegnum allt ferlið. „Það er bara mitt starf að vera manneskja sem myndlistarmennirnir treysta. Ég vil ekki bæta við stressi. Stundum þarf ég auðvitað að segja stressandi hluti eins og til dæmis að biðja listamann um að ákveða titil á verkið sitt... í dag! En það er mikilvægt að sýna öllum að mér sé treystandi, og að ég treysti öllum fyrir sínu. Ég fann ekki fyrir neinu stressi fyrr en allra síðustu dagana, en þeir eru alltaf stressandi.“ Hillbilly sammælist Claire um að það sé alltaf eitthvað sem kemur upp rétt fyrir deadline. „Það koma alltaf upp einhver vandamál á síðustu stundu, ég bara beið spennt eftir hvað kæmi upp í þetta sinn!“.

Litatengingar

Hillbilly reyndi að finna tengingar þegar hún steig inn í rýmið og ein slík var litatenging á milli verka. „Já, það var mjög áhugavert, ég byrjaði að sjá það líka í lokin,” segir Claire. „Margar ákvarðanir voru teknar frekar seint, ég sá til dæmis ekki verk Yuhua Bao fyrr en hún kom með verkin í Nýló, en það eru níu kubbar; blóm frá Kína inní þrívíddarprentuðum kubbum, svokallaðir draumafangarar.“ Litlu skúlptúrarnir voru sægrænir og tengjast litalega séð verki Freyju Reynisdóttur, tveimur kössum sem standa á gólfinu á móti hvorum öðrum (og á milli þeirra skapast töfrar). Verk Tinnu Guðmundsdóttur er umfangsmikill skúlptúr þar sem sægrænir kaðlar spila stórt hlutverk og Maria Sideva saumaði setninguna Býflugur búa til hunang í sitt verk með þræði í sama lit.

TöfrarVerk Freyju Reynisdóttur, tveir kassar, skapar töfra.

Ólíkir raunveruleikar

Titill sýningarinnar, Undið af veruleikum (e. Unravelling Realities), kom til Claire eftir miklar pælingar. „Mér fannst öll verkin tengd í gegnum raunveruleika á einhvern hátt. Það er enginn að gera skáldskaparheim. Öll verkin eru byggð á einhverri athugun, raunverulegum upplifunum, eitthvað svo jarðtengd.“ Claire minnist á verk Ragnhildar Weisshappel, Hillbilly systur, sem sýnir myndbands- og hljóðverk af vindsokk að dansa og syngja í vindinum. „Verkið er einfaldlega um vindinn og að finna fyrir vindinum; að skoða vindinn sem vind,“ segir Claire. Einnig nefnir hún verk Patryk Wilks um kvíða, sem er líka í raunveruleikanum. „Svo kom orðið Undið af (e. Unravelling) til mín, þessar djúpu tilfinningar sem koma saman með verkunum. Það er verið að vinda af einhverju á sýningunni, vinda af náminu, allt er að koma saman meira og meira.“

Listamannarekið rými

Sýningin er haldin í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu úti á Granda. „Það er dásamlegt rými. Margir voru hræddir um að það væri ekki nógu stórt fyrir sýninguna, því aldrei hafa jafn margir útskrifast úr MA náminu og í ár. Ég hafði aldrei áhyggjur af plássleysi. Þetta er svo frábært rými, svo mikil birta og arkitektúrinn skemmtilegur - þú gengur gegnum gang inn í stórt rými og svo beygist það, maður sér ekki allt strax þegar gengið er inn.“ Verk Patryks og Arnþórs Ævarsonar (Adda), njóta sín vel innarlega í Nýló þar sem er 7 metra lofthæð. Martha Haywood nýtti sér einnig rýmið og kom fyrir pappírsskúlptúr, stóru býflugnabúi uppí loft Nýló og fíngerðum skúlptúr yfir alla glugga á hlið safnsins.

„Samstarfið milli Listaháskólans og Nýló er líka skemmtilegt. Nýló er listamannarekið safn sem tekur á móti útskriftarnemum. Þau geta sett sig í spor nemendanna, sem eru að byrja ferilinn sinn og vilja móta sína listsköpun.”

Að umbreyta rými

Ástæða Claire í stuttu máli fyrir að velja myndlist sem aðalstarf sitt varð til þegar hún var unglingur að horfa á sjónvarpið. „Það var listamaður að setja upp sýningu í Pompidou safninu í París. Hún var að leika sér með rýmið, setja skúlptúrana sína upp í salnum, að finna rétta staðinn fyrir verkin. Og ég hugsaði bara, þetta er það sem ég vil gera við líf mitt.“ Hillbilly finnst þetta mjög áhugavert, maður sér ekki nógu oft, í línulegri dagskrá, listamann í þessu ferli. Oft er frekar sýnt frá vinnustofunni og af sýningu. En ferlið þar sem sýningin er sett upp er oftast nær undir hulu. „Þetta móment að finna þína leið og umbreyta hvítum kassa í eitthvað persónulegt“, segir Claire Paugnam að lokum.

Sýningunni lýkur 5. júní 2022, þann sama dag er listamannaspjall kl 15:00, kaffi og meððí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár