Nokkur dæmi er um það á Íslandi á liðnum árum að íslenskir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og Austurlandi hafi samhliða verið starfsmenn laxeldisfyrirtækja í sveitarfélögunum. Um er að ræða laxeldisfyrirtæki, sem eru að langmestu leyti í eigu norskra fjárfesta, sem eiga verulega fjárhagslega hagsmuni undir ákvörðunum viðkomandi sveitarfélaga um iðnrekstur þeirra í sjókvíum í íslenskum fjörðum. Gildandi siðareglur sveitarstjórnanna eiga að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, þar sem einkahagsmunir og almannahagsmunir geta skarast, og hafa þessir sveitarstjórnarmenn í einhverjum tilfellum gripið til ráðstafana þegar málefni laxeldisfyrirtækjanna hafa verið rædd og ákvarðanir teknar sem snerta þau.
Í einhverjum tilfellum hafa þessir sveitarstjórnarmenn vikið af fundum þar sem málefni laxeldisfyrirtækjanna eru tekin fyrir en í öðrum tilfellum ekki. Þá eru dæmi um að sveitarstjórnarmennirnir hafi farið í leyfi frá störfum vegna starfa sinna fyrir laxeldisfyrirtækin en í öðrum tilfellum hafa þeir ekki gert þetta og þá samtímis starfað sem kjörnir fulltrúa sveitarstjórna og …
Græðgin ríður ekki við einteyming.
sinni sveitarstjórn en óbreyttir fulltrúar?